Eru áhyggjur Reykjavíkurbréfs ekki óþarfar?

Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins er Sjálfstæðisflokkurinn varaður við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Ég tel reyndar í ljósi sögunnar að þeir þurfi að passa sig á henni, en ef ég skil stjórnskipunina rétt, hefur forsætisráðherra þingrofsrétt, svo lengi sem hann gegnir því starfi.

Af þeim sökum tel ég að Ingibjörg Sólrún geti því ekki hlaupið bara sí sona á miðju kjörtímabili og myndað stjórn til vinstri, þótt hana myndi langa. Geir getur nefnilega rofið þing og efnt til nýrra kosninga, sem myndi opna alla stöðuna upp á nýtt.

Þetta ættu bæði Ingibjörg og Geir að vita og því mun ekki til þess koma. Ef Ingibjörg hefur nokkurn áhuga á að verða fyrsti kvenkyns forsætisráðherra eða á maður að segja forsætisráðfrú þjóðarinnar, þá er hennar tækifæri nú, þótt það séu auðvitað torveldari stjórnarmyndunarviðræður en þær sem hún á í með íhaldinu við undirbúning Baugsstjórnarinnar eða Bleikjunnar, eins og vinur minn Sigurður G Tómasson kýs að kalla hana. Gott nafn það.


Valgerður hjálpar í Palestínu

Í nýjasta tölublaði Stiklna, fréttabréfi Utanríkisráðuneytisins er lýst enn einu góðverkinu sem Valgerður Sverrisdóttir stendur fyrir sem Utanríkisráðherra með styrkingu grasrótarstarfs hjá þjáðum þjóðum. Það er alveg ljóst að hún lætur Framsóknarhjartað ráða för og hefur nýtt þau tækifæri sem efling utanríkisþjónustunnar, friðargæslu og þróunarsamvinnu til að láta að okkur kveða til góðs, síðast með yfirlýsingu um að hún styddi Palestínu, sem reyndar var í óþökk Geirs H Haarde.

"Verkefnið sem íslensk stjórnvöld styrkja kallast Sulafa og felst í rekstri níu félagsmiðstöðva þar sem hundruðir kvenna úr flóttamannabúðum á Gaza svæðinu geta unnið að hannyrðum, sem Sunbala samtökin sjá um að selja. Framlag Íslands mun renna til vöruþróunar, markaðssetningar og námskeiðahalda. Markmiðið með verkefninu er að stuðla að fjárhagslegu öryggi kvennanna og fjölskyldna þeirra."

Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort nýr utanríkisráðherra muni feta sömu braut.


mbl.is Ísralesher drap þrjá Hamasliða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband