Eru áhyggjur Reykjavíkurbréfs ekki óþarfar?

Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins er Sjálfstæðisflokkurinn varaður við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Ég tel reyndar í ljósi sögunnar að þeir þurfi að passa sig á henni, en ef ég skil stjórnskipunina rétt, hefur forsætisráðherra þingrofsrétt, svo lengi sem hann gegnir því starfi.

Af þeim sökum tel ég að Ingibjörg Sólrún geti því ekki hlaupið bara sí sona á miðju kjörtímabili og myndað stjórn til vinstri, þótt hana myndi langa. Geir getur nefnilega rofið þing og efnt til nýrra kosninga, sem myndi opna alla stöðuna upp á nýtt.

Þetta ættu bæði Ingibjörg og Geir að vita og því mun ekki til þess koma. Ef Ingibjörg hefur nokkurn áhuga á að verða fyrsti kvenkyns forsætisráðherra eða á maður að segja forsætisráðfrú þjóðarinnar, þá er hennar tækifæri nú, þótt það séu auðvitað torveldari stjórnarmyndunarviðræður en þær sem hún á í með íhaldinu við undirbúning Baugsstjórnarinnar eða Bleikjunnar, eins og vinur minn Sigurður G Tómasson kýs að kalla hana. Gott nafn það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hárrétt hjá þér Gestur , Geir myndi beita þingrofsréttinum, ef Ingibjörg ætlaði  sér að hlaupa
út undan sér varaðandi Geir & Co. Auk þess myndi
Framsóknarflokkur krefjast kosninga þegar í stað!
Þannig kratanir og  Geirsíhaldið á ekkert val
lengur!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 21.5.2007 kl. 00:35

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Elfa: Bíddu, hvaða skítkast ertu að tala um í þessari færslu?

Ég minni á að ISG hefur áður gengið á bak orða sinna er það ekki rétt?

Að öðru leiti er ég að rifja upp stjórnskipunina.

Gestur Guðjónsson, 21.5.2007 kl. 09:34

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Elfa: Ég hef alveg orðið var við það, reyni að hemja mig í því, og taldi ekkert slíkt vera í þessari færslu..

Slembinn: Ég minni bara á að í ljósi sögunnar þurfi að passa sig á ISG og þetta tækifæri hennar til að verða fyrsti kvenkyns forsætisráðherra hafi hún valið að nýta ekki. Auðvitað yrðu viðræðurnar til vinstri erfiðar, eins og ég bendi á, sérstaklega eftir viðskilnað hennar við R-listann. Kannski það sé einmitt þess vegna sem hún reynir ekki einu sinni að mynda R-listastjórn. Hún metur það þannig að þær brýr hafi hún sjálf brennt.

Gestur Guðjónsson, 21.5.2007 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband