Bleikjan mynduð
22.5.2007 | 22:54
Ágúst Ólafur varaformaður Samfylkingarinnar fær ekki ráðherradóm, Björgvin G Sigurðsson er tekinn fram fyrir hann, en viðskiptaráðuneyti er "búið til" fyrir hann. Ágúst Ólafur getur ekki verið sáttur við það.
Kristján Möller fær að opna Siglufjarðargöng og framfylgja því sem síðasta ríkisstjórn var búin að ákveða að gera í samgöngumálum og klára Grímseyjarferjuna, en ekki að bæta fjarskiptakerfið og efla ferðaiðnaðinn. Össur fær þau verkefni í stað viðskiptamálanna sem hann missir úr iðnaðarráðuneytinu. Held að það sé góð breyting fyrir hann og ég sé Össur baða sig í ljósi góðra verka sem undirbúin hafa verið í ráðuneytinu í tíð Jóns og Valgerðar.
Þórunni spái ég velgengni í umhverfisráðuneytinu, sem er afar vel mannað ráðuneyti, en hvað stendur í sáttmálanum í utanríkismálum verður spennandi að sjá.
En meginfréttin og meginþungi vinnu þessarar ríkisstjórnar verður á Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún hefur ástundað góð vinnubrögð í stjórnarandstöðu, hrósað þegar tilefni hefur verið til sem hefur gefið henni meiri vigt þegar hún gagnrýnir, en málaflokkurinn er gríðarstór og mikið lagt á vinnusama konu, meðan að aðrir ráðherrar fá mun léttari verk.
Hlakka til að sjá málefnasamninginn
![]() |
Þrjár konur og þrír karlar ráðherrar fyrir Samfylkingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjálfstæðisflokkurinn fetar varlega af stað
22.5.2007 | 21:31
Geir H Haarde fer greinilega varlega við ráðherraveitingar sínar. Spurning hvort það sé merki um að titringur sé innan Sjálfstæðisflokksins vegna stjórnarsamstarfsins. Það kæmi mér aftur á móti ekki á óvart breytingar yrðu gerðar á kjörtímabilinu ef traust milli flokkanna og meiri sátt náist innan Sjálfstæðisflokksins um stjórnarsamstarfið. Sjálfstæðisflokkurinn er að bæta við sig tveimur ráðuneytum, eða einu og hálfu, Landbúnaðar- og Heilbrigðisráðuneyti. Tryggingaráðuneyti verður þá líklegast sameinað Félagsmálaráðuneytinu, sem er eðlileg ráðstöfun, fyrst það var ekki sameinað Fjármálaráðuneytinu.
Mannavalið er ótrúlega líkt því sem ég spáði í þessari færslu, Sturla fer út fyrir Guðlaug Þór. Nú er spennandi að vita hvort mannavalið hjá Samfylkingunni verði eitthvað í líkingu við það sem ég spáði fyrir kosningar. Steinunn Valdís gæti komið á óvart.
![]() |
Guðlaugur Þór verður heilbrigðisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |