Skynsamleg leið til varnar
25.5.2007 | 15:40
Almennt eiga sveitarfélög ekki að taka þátt í samkeppnisrekstri. Í þessu tilfelli er sveitarfélagið í rauninni ekki heldur að gera það, heldur að skapa vöggu fyrir rekstur, sem mun safna sér veiðiheimildum sem það hlýtur að leigja út aftur með skilyrðum um að vinna aflann í heimabyggð. Líklegast þarf úthlutunin að fara fram í gegnum útboð og ætti jafnvel að geta verið fjárhagslega sjálfbært. Undarlegt að þetta skuli ekki hafa verið reynt áður, en er það ekki alltaf þannig þegar maður heyrir um góðar hugmyndir.
![]() |
Atvinnumálanefnd kannar möguleika á almenningshlutafélagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýr stjórnmálaferill að hefjast
25.5.2007 | 11:53
Við glæsilega innkomu Valgerðar í utanríkisráðuneytið var eins og hún væri að hefja nýjan stjórnmálaferil. Kom hún sterk inn í ráðuneytið með nýjar og ferskar áherslur sem mér sýnist arftaki hennar í stól utanríkisráðherra ætli að taka sér til fyrirmyndar. Það er vel.
Valgerður hætti pólitískum ráðningum á sendiherrum, eftir að 10 ráðningar á 11 mánuðum hjá Davíð Oddssyni settu íslenska utanríkisþjónustu í algera sérstöðu hvað varðar fjölda pólitískt ráðinna sendiherra og setti á oddin þau mál sem við sem örríki í alþjóðasamstarfinu getum skipt máli í, friðargæslu, þróunarsamvinnu og áframhaldandi góð samskipti við nágrannaríkin og bandalagsþjóðir.
Valgerður er heiðarlegur og raunsær stjórnmálamaður með hjartað á réttum stað, sannur Framsóknarmaður sem mun reynast vel sem varaformaður við endurheimt fyrri krafta.
![]() |
Valgerður gefur kost á sér í embætti varaformanns Framsóknarflokks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |