Engar reglur um viðmiðurnarmörk fíkniefna hjá ökumönnum

Vínandi er eina vímuefnið sem til eru skýrar reglur um hversu mikið megi vera í ökumönnum við akstur. Þegar um er að ræða önnur vímuefni er komið að algerlega tómum kofanum.

Þegar ökumenn eru teknir, grunaðir um að vera undir áhrifum annarra vímuefna, er það mat læknis hverju sinni, hvort ökumaðurinn er hæfur til að aka. Þetta er ekki boðlegt. Það verður að setja reglur um það hvenær magn viðkomandi efnis er komið yfir þau mörk að ekki megi aka bíl, sem er í umferðinni með mér og þér. Athugum að öll neysla þessara efna er ólögleg, svo mörkin mega vera afar lág, þó ekki svo lág að lyf ranggreiningar á skyldum efnum valdi saklausu fólki vandræðum.

Í olíuskipabransanum eru þessar reglur skýrar. Voru þær gefnar út af bransanum sjálfum í kjölfar ExxonValdez slyssins, þar sem einstök ríki hafa ekki getað komið sér saman um viðmiðanir. Taka mætti þau mörk til viðmiðunar.


mbl.is Ók undir áhrifum fíkniefna - lögregluhundur þefaði upp ólöglega vímugjafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband