Engar reglur um viðmiðurnarmörk fíkniefna hjá ökumönnum

Vínandi er eina vímuefnið sem til eru skýrar reglur um hversu mikið megi vera í ökumönnum við akstur. Þegar um er að ræða önnur vímuefni er komið að algerlega tómum kofanum.

Þegar ökumenn eru teknir, grunaðir um að vera undir áhrifum annarra vímuefna, er það mat læknis hverju sinni, hvort ökumaðurinn er hæfur til að aka. Þetta er ekki boðlegt. Það verður að setja reglur um það hvenær magn viðkomandi efnis er komið yfir þau mörk að ekki megi aka bíl, sem er í umferðinni með mér og þér. Athugum að öll neysla þessara efna er ólögleg, svo mörkin mega vera afar lág, þó ekki svo lág að lyf ranggreiningar á skyldum efnum valdi saklausu fólki vandræðum.

Í olíuskipabransanum eru þessar reglur skýrar. Voru þær gefnar út af bransanum sjálfum í kjölfar ExxonValdez slyssins, þar sem einstök ríki hafa ekki getað komið sér saman um viðmiðanir. Taka mætti þau mörk til viðmiðunar.


mbl.is Ók undir áhrifum fíkniefna - lögregluhundur þefaði upp ólöglega vímugjafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Hreinn Helgason

Sæll Gestur. Áhugaverðar pælingar hjá þér en kannski ekki lengur viðeigandi, í það minnsta hvað varðar ávana-og fíkniefni.  Lækningalyf eru hins vegar annar handleggur og varðandi þau hittir þú naglann á höfuðið 

 Í breytingalögum við umferðarlögin sem tóku gildi 23. júní 2006 segir í nýrri grein (45a)

"Enginn má stjóna eða reyna að stjórna vélknúnu ökutæki ef hann er undir áhrifum ávana-og fíkniefna sem bönnuð eru á íslensku yfirráðasvæði skv. lögum um ávana- og fíkniefnum og reglugerðum settum samkvæmt þeim.  Mælist ávana- og fíkniefni skv. 1. mgr. í blóði eða þvagi ökumanns telst hann vera undir áhrifum ávana- og fíkniefna og óhæfur til að stjórna ökutæki örugglega..."

Þetta eru býsna afdráttarlausar reglur og lýsa "0-sýn" sem er mikilvæg í þessum málaflokki. 

Með þetta í huga tel ég að fullyrðing þín í ábendingu þinni sé ekki alveg sannleikanum samkvæm þótt hún hafi fram að gildistíma laganna sem ég minntist á hér að framan, verið rétt!  Til fróðleiks getur þú skoðað dóma sem sjá má á heimasíðunni domstolar.is  en nokkrir dómar hafa gengið á grundvelli þessa nýja lagaákvæðis.

Bestu kveðjur

Eiríkur Hreinn Helgson

Eiríkur Hreinn Helgason, 28.5.2007 kl. 15:24

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Eiríkur: Skilgreiningin 0 er ekki eins einföld og hún lítur út fyrir að vera. Ákveðin krydd gefa t.d. útslag í kannabismælingu, önnur í amfetamínmælingu og svo mætti áfram telja. Eins er fullt af lyfjum, sem eru fullkomnlega lögleg og sum ekki einu sinni lyfseðilsskyld sem gefa útslag í mælingum. Ætla ekki að skrifa á opinberum vettvangi um hvaða efni gefa útslag hvar, en það þarf að skilgreina 0-ið, því eitt er að skima til að kanna ástand, hitt er að mæla til að svipta réttindum eða reka menn. Það þarf að vera hafið yfir allan vafa.

Gestur Guðjónsson, 28.5.2007 kl. 17:44

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ætla ekki að tjá mig um þetta frekar á opinberum vettvangi, en ég hef sem öryggisfulltrúi Olíudreifingar ekki getað fengið neinar viðmiðanir til að miða við þegar ég hef óskað eftir þeim. 0-viðmið er ekki samþykkt, þar sem það er ekki mögulegt að mæla niður í 0. Hef keyrt dóptest í bráðum 5 ár og hef orðið að styðjast við erlendar viðmiðanir. Ef krafist er mjög lágrar viðmiðunar þarf að fara í mun dýrari prófanir en ef viðmiðunin, skilgreiningin á núllinu, er eitthvað aðeins hærri. Það eru nokkur krydd sem gefa þessi útslög vegna mæliaðferða. Ætla ekki að lista þau upp hér.

Gestur Guðjónsson, 29.5.2007 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband