Mælikvarðar spillingar

Þegar spilling er mæld á milli landa komum við greinilega vel út, þessi mæling er ekki einsdæmi.

Þrátt fyrir þessar mælingar er mikið fjallað um meinta spillingu í íslensku samfélagi út af hinum og þessum málum. Af hverju ætli það sé? Ætli það sé vegna þess að það sé svona mikil spilling sem ekki mælist á mælistiku þessara aðila? Ætli það sé vegna þess að smæð samfélagsins og nánd allra við alla geri það að verkum að allt fréttist? Ætli það sé vegna þess að sú ríka réttlætiskennd sem lifir með þjóðinni geri það að verkum að þröskuldur okkar gagnvart spillingu sé lægri en hjá öðrum þjóðum? Ætli það sé vegna þess að það er einfaldlega sama umræða í öðrum löndum en hún berst bara ekki hingað til lands?

Kannski er þetta sambland af þessu öllu saman.

Svo getur líka verið að það sé einfaldlega ekki nóg um að vera í samfélaginu fyrir allar fréttastofur landsins, þannig að svona umræða kemst frekar á flug hér en í öðrum löndum, þar sem meira er að gerast í samfélaginu, þannig að gúrkufaktorinn sé hærri hér en annarsstaðar.


mbl.is Spilling talin lítil á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Eyvindarson

....svo getur líka verið að framsóknarmönnum fari í raun fækkandi...

Heimir Eyvindarson, 27.5.2007 kl. 00:52

2 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Það er ánægjulegt að sjá að það virðist aftur örla á skynsemi í framsóknarflokknum. Einhver var t.d. að stinga upp á því að höggva á tengsl S hópsins við stjórn flokksins. Það er góð byrjun. Spillingin í flokknum var aðalorsökin fyrir afhroði hans í kosningunum. Gott fyrir hann að fara í naflaskoðun og endurskoða stefnuna. Verði það ekki gert mun hann enn minnka. Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindunni og ég óska flokknum góðs bata.

Sigurður Sveinsson, 27.5.2007 kl. 03:43

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ég vissi ekki til þess að ég væri að fjalla um Framsókn í þessari færslu. Var að fjalla um samfélagsumræðuna í heild sinni. Svara því ekki þessu bulli sem byggir á því að dæma alla þá sem aðhyllast einhverjar stjórnmálaskoðanir sem slæmt og spillt fólk. Skoðanafrelsi og frelsi til pólitískrar umræðu er eitt af grundvallarmannréttindum og það að tjá sig með þessum hætti er að vinna gegn því.

Gestur Guðjónsson, 27.5.2007 kl. 09:27

4 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Hefurðu heyrt talað um órofa heild? Þú varst að fjalla um spillingu Gestur....þá er framsókn aldrei langt undan, það veistu vel.

Heimir Eyvindarson, 27.5.2007 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband