Ætlar nýr samgönguráðherra að tryggja endurheimt kaupskipaflotans?

Síðasti samgönguráðherra setti á stofn alþjóðaskipaskrá sem á síðustu metrunum var eyðilögð, þannig að engin kaupskipaútgerð hefur enn sýnt hug á að nýta sér hana, enda starfsumhverfið á engan hátt sambærilegt við það sem býðst erlendis.

Strandar á því að sjómannasamtökin komu því inn að fara skyldi í einu og öllu samkvæmt íslenskum kjarasamningum, en ekki alþjóðasamningum sem nánast allar aðrar skipaskráningar miða við.

Er þetta því andvana fætt, nema nýr samgönguráðherra ráði bót á. Niðurstaðan verður sú að íslenskum kaupskipasjómönnum fækkar og fækkar uns einvörðungu verða erlendar áhafnir á erlendum skipum við siglingar hér við land, þannig að með kröfugerð sinni voru sjómannasamtökin að stuðla að útrýmingu eigin stéttar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband