Vörusvik Samfylkingarinnar?

Ef marka má viðtal Ingibjargar Sólrúnar við sunnudagsmoggann síðasta er greinilegt að hún er að fá raunveruleikann í andlitið og neyðist því til að koma niður á jörðina og nálgast á skynsömu og hófsömu stefnu sem Framsókn kynnti í kosningabaráttunni í fjöldamörgum málum. Aftur á móti hlýtur sá hluti kjósenda sem létu ginnast af taumlausu loforðaflóði Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni telja sig hafa keypt svikna vöru.

Sem dæmi má nefna spurninguna um biðlistana, sem Samfylkingin auglýsti mikið að hún ætlaði að útrýma. Nú er svarið:

"Þeim verður auðvitað aldrei útrýmt að fullu. Það eru ríflega 3 þúsund manns á biðlistum  hjá Landspítalanum eftir einhverskonar aðgerðum og þjónustu. Það verða alltaf einhverjir sem bíða og það getur verið fullkomlega eðlilegt. Það liggur ekki alltaf lífið við."

Þegar Siv Friðleifsdóttir kom með sömu röksemdafærslu í kosningabaráttunni, gerðu Samfylkingarmenn hróp að henni og dylgjuðu um dugleysi, sögðust aldeilis ætla að gera betur.

Í 16. grein neytendakaupalögum segir

"Söluhlutur telst vera gallaður ef:
...
   

   b. seljandi hefur við kaupin vanrækt að gefa upplýsingar um atriði varðandi hlutinn eða not hans sem seljandi hlaut að þekkja til og neytandi mátti ætla að hann fengi upplýsingar um, enda megi ætla að vanrækslan hafi haft áhrif á kaupin;
   
c. hann svarar ekki til þeirra upplýsinga sem seljandi hefur við markaðssetningu eða á annan hátt gefið um hlutinn, eiginleika hans eða notkun nema seljandi sýni fram á að réttar upplýsingar hafi verið gefnar neytanda við kaupin eða að upplýsingarnar hafi ekki haft áhrif á kaupin;"

Það er spurning hvort þetta eigi við í þessu tilfelli?


Bloggfærslur 30. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband