Traust formanns á varaformanni sínum lítið
31.5.2007 | 19:16
Það er ekki mikið traust sem formaður Samfylkingarinnar sýnir varaformanni sínum. Ekki nóg með að hann fái ekki ráðherraembætti, sem annars hefur verið föst hefð í íslenskri stjórnmálasögu að varaformenn gegni, heldur fær hann heldur ekki þá pósta sem komast næst ráðherraembættum, formaður þingflokks og formaður fjárlaganefndar. Eðlilegt var að veita Gunnari Svavarssyni, þeim ágætismanni, leiðtoga flokksins í stærsta kjördæmi landsins, góða vegtyllu. Það er aftur á móti athyglisverðara að Lúðvík Bergvinsson, sem Ágúst Ólafur sigraði í varaformannskjörinu, fær meiri vegtyllu en Ágúst, sem var valinn formaður þingflokksins og Gunnar Svavarsson fær formennsku í fjárlaganefnd. sem hefur verið talið ráðherraígildi.
Nú reynir á flokkshollustu Ágústar að sinna formennsku í nefnd sem "heyrir undir" aðalkeppinaut hans sem framtíðarleiðtoga Samfylkingarinnar, Björgvins G Sigurðssonar, en Ingibjörg Sólrún tók sérstakan krók á sig til að hygla honum með því að "búa til" ráðuneyti handa honum.
Ef ég væri varaformaður, væri ég bálreiður, en bæri mig samt vel. Vonandi ber Ágústi Ólafi gæfa til að sýna stillingu, amk opinberlega.
![]() |
Gunnar verður formaður fjárlaganefndar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samfylkingin eyddi mun meira í auglýsingar
31.5.2007 | 09:51
Þessar tölur Gallup segja ekki alla söguna. Samfylkingin var byrjuð að auglýsa löngu áður en mælingar Gallup hófust og svo verður að telja auglýsingar Framtíðarlandsins og Öryrkjabandalagsins með í auglýsingum stjórnarandstöðuflokkanna. Eins verður að telja útgáfu DV með hjá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki og auglýsingu Jóhannesar í Bónus hjá Sjálfstæðisflokki. Eru þá ótaldar fjöldamargar auglýsingar sem einstaklingar birtu, til þess eins að þær upphæðir færu ekki á reikning viðkomandi flokks.
![]() |
Samfylkingin og Framsóknarflokkur vörðu mestu fé í auglýsingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)