Traust formanns á varaformanni sínum lítið

Það er ekki mikið traust sem formaður Samfylkingarinnar sýnir varaformanni sínum. Ekki nóg með að hann fái ekki ráðherraembætti, sem annars hefur verið föst hefð í íslenskri stjórnmálasögu að varaformenn gegni, heldur fær hann heldur ekki þá pósta sem komast næst ráðherraembættum, formaður þingflokks og formaður fjárlaganefndar. Eðlilegt var að veita Gunnari Svavarssyni, þeim ágætismanni, leiðtoga flokksins í stærsta kjördæmi landsins, góða vegtyllu. Það er aftur á móti athyglisverðara að Lúðvík Bergvinsson, sem Ágúst Ólafur sigraði í varaformannskjörinu, fær meiri vegtyllu en Ágúst, sem var valinn formaður þingflokksins og Gunnar Svavarsson fær formennsku í fjárlaganefnd. sem hefur verið talið ráðherraígildi.

Nú reynir á flokkshollustu Ágústar að sinna formennsku í nefnd sem "heyrir undir" aðalkeppinaut hans sem framtíðarleiðtoga Samfylkingarinnar, Björgvins G Sigurðssonar, en Ingibjörg Sólrún tók sérstakan krók á sig til að hygla honum með því að "búa til" ráðuneyti handa honum.

Ef ég væri varaformaður, væri ég bálreiður, en bæri mig samt vel. Vonandi ber Ágústi Ólafi gæfa til að sýna stillingu, amk opinberlega.


mbl.is Gunnar verður formaður fjárlaganefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þetta er ekkert tuð, þingflokkurinn er að hafna varaformanni sínum. Spurning hvort nú sé að sannast enn og aftur að virðing sé ekki eitthvað sem maður getur heimtað, heldur eitthvað sem maður öðlast

Gestur Guðjónsson, 31.5.2007 kl. 21:58

2 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Mikið óskaplega er ég sammála þér Gestur. Niðurlæging Ágústs er nær alger.

Ég veit ekki, ef farið væri svona með mig myndi ég ekki taka því þegjandi. 

Sigurjón Sveinsson, 31.5.2007 kl. 22:55

3 Smámynd: Magnús Már Guðmundsson

Já Sveinn Elías, það er alltaf stutt í glerhúsið.

Það lág alltaf fyrir að Ágúst Ólafur yrði ekki þingflokksformaður eins og hann bendir á í skrifum sínum fyrr í dag. Þannig að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af kauða :)

Síðan hvenær hefur formennska í fjárlaganefnd talist ráðherraígildi?

En ég tek undir þau orð þín að það er undarlegt að Lúðvík skuli hafa verið valinn þingflokksformaður af ISG. Ég átta mig hreinlega ekki á þeirri ákvörðun.

Magnús Már Guðmundsson, 31.5.2007 kl. 23:10

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er alltaf að verða meiri & meiri framsóknarkona þessa dagana.

Er hægt að fá eitthvað lyf við þessu ?

S

Steingrímur Helgason, 1.6.2007 kl. 00:52

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sveinn: Guðni og Halldór eiga ekki skap saman og því miður varð það til þess að þeir unnu ekki saman á þann hátt sem þeir hefðu átt að gera. Veit ekki hvernig samband Guðna og Finns er háttað.

Steingrímur: Vertu velkominn í faðm maddömmunnar.

Magnús: Formaður fjárlaganefndar hefur um langa hríð verið talið ígildi ráðherradóms. Meðferð fjárlaga er afar ábyrgðamikið og vandasamt verk.

Benedikt: Þetta er akkurat það sem ég skrifaði, auðvitað ber hann sig vel

Gestur Guðjónsson, 2.6.2007 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband