Sláandi munur á milli kannana
7.5.2007 | 23:35
Síminn hringir: "Halló, þetta er hjá Gallup má ég spyrja þig nokkra spurninga?" heyrist í símanum.
Eigandi símans: (Jess. þeir hringja í mig, mitt álit skiptir máli. Jess.) "já, alveg sjálfsagt"
Gallup: "Hvaða flokk myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag?"
Eigandi símans: "Tja....... veit ekki........ alveg" (Aulahrollur hríslast um eiganda símans fyrir að vera svona mikill auli að hafa ekki afgerandi skoðanir, standandi á stól í kaffistofunni og prédika einhvern boðskap)
Gallup:"en hvaða flokk væri líklegast að þú kysir?"
Eigandi símans: (Aulahrollurinn eykst. ) "æ....... veit ekki" (úff er maður alveg skoðanalaus? Ég var að hugsa um að kjósa X en æ mér líkar ekki Y við þá, kannski er Z betri eða .....)
Gallup:"Er líklegra að þú kjósir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna?"
Eigandi símans: (Nei, fokk. Ég er nú ekki alveg skoðanalaus. Má ég ekki velja neinn af hinum flokkunum núna? Ef ég segi bara einhvern af hinum flokkunum heldur hún að ég sé alger auli, það vil ég ekki) "Já já bara Sjálfstæðisflokkinn."
Ætli þessi síðasta spurning sem er alveg ný í skoðanakönnunum á Íslandi hafi ekki mikið að segja um þennan sláandi mun sem er á skoðanakönnunum í dag?
Mitt rate var reyndar dulítið afgerandi í Bifrastarkönnuninni
Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 43.75%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 100%
Stuðningur við Samfylkinguna: 50%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 37.5%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 19%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 40%
Er greinilega á réttri hillu í pólitík
![]() |
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur bæta við sig fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vill Samfylkingin hætta við allar langtímaáætlanir ríkisins?
7.5.2007 | 16:52
Ágúst Ólafur Ágústsson og Árni Páll Árnason Samfylkingarmenn hafa verið duglegir við að básúna út að ríkisstjórnin hafi sent 400 milljarða króna kosningavíxil inn í framtíðina. Ég hef átt erfitt með að fá útskýringar á þessum fullyrðingum, þeir virðast yfir það hafnir að þurfa að útskýra orð sín, þrátt fyrir áskoranir þar um.
En með því að hlusta gaumgæfilega á þá kumpána um helgina áttaði ég mig á því hvað þeir voru að fara.
Þeir voru að tala um skuldbindingar þær sem felast í samgönguáætlun (60), áætlanir um úrbætur í málefnum geðfatlaðra (1,5), áætlun um byggingu Hátæknisjúkrahúss (50), náttúrverndaráætlun, bygging tónlistarhúss (9), fjarskiptasjóður (2,5) áætlun um byggingu tæplega 400 hjúkrunarrýma á Höfuðborgarsvæðinu (20), samkomulagið við aldraða (30), lok byggingar BUGL (1), Heilsugæslubygging á Siglufirði, skurðstofa í Keflavík, heilsugæslubyggingar á Eskifirði og í Ólafsvík, samningur við sauðfjárbændur og mjólkurbændur (4), framlög til nýsköpunar og þróunarstarfsemi (1,5), Byggðaáætlun, stækkun framhaldsskólanna í Breiðholti, Ármúla, MR, Iðnskólans í Reykjavík og Garðabæ og tímamótasamningur um rannsóknir við HÍ, stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs og rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, byggingu varðskips, eflingu þyrlusveitanna og ný eftirlitsflugvél fyrir Landhelgisgæsluna og auka þróunarsamvinnu.
Man ekki eftir fleiri áætlunum í svipinn, en ég man ekki eftir því að þessum hlutum hafi svo mjög verði mótmælt af þeirra hálfu, frekar að ekki væri nóg að gert!
Það er grundvallaratriði í skynsömum rekstri að gera áætlanir. Þeir kumpánar virðast með yfirlýsingum sínum vera mótfallnir þessum áformum og ákvörðunum og vilja greinilega halda áfram eins og hingað til, að fá að sveiflast með skoðanir sínar eins og lauf í vindi frá degi til dags. Það vill Framsókn ekki og vonandi ekki kjósendur heldur.