Sláandi munur á milli kannana

Síminn hringir: "Halló, þetta er hjá Gallup má ég spyrja þig nokkra spurninga?" heyrist í símanum.

Eigandi símans: (Jess. þeir hringja í mig, mitt álit skiptir máli. Jess.) "já, alveg sjálfsagt"

Gallup: "Hvaða flokk myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag?"

Eigandi símans: "Tja....... veit ekki........ alveg" (Aulahrollur hríslast um eiganda símans fyrir að vera svona mikill auli að hafa ekki afgerandi skoðanir, standandi á stól í kaffistofunni og prédika einhvern boðskap)

Gallup:"en hvaða flokk væri líklegast að þú kysir?"

Eigandi símans: (Aulahrollurinn eykst. ) "æ....... veit ekki" (úff er maður alveg skoðanalaus? Ég var að hugsa um að kjósa X en æ mér líkar ekki Y við þá, kannski er Z betri eða .....)

Gallup:"Er líklegra að þú kjósir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna?"

Eigandi símans: (Nei, fokk. Ég er nú ekki alveg skoðanalaus. Má ég ekki velja neinn af hinum flokkunum núna? Ef ég segi bara einhvern af hinum flokkunum heldur hún að ég sé alger auli, það vil ég ekki) "Já já bara Sjálfstæðisflokkinn."

Ætli þessi síðasta spurning sem er alveg ný í skoðanakönnunum á Íslandi hafi ekki mikið að segja um þennan sláandi mun sem er á skoðanakönnunum í dag? 

Mitt rate var reyndar dulítið afgerandi í Bifrastarkönnuninni

Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 43.75%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 100%
Stuðningur við Samfylkinguna: 50%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 37.5%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 19%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 40%

Er greinilega á réttri hillu í pólitík


mbl.is Samfylking og Sjálfstæðisflokkur bæta við sig fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ég held nú reyndar að þetta með Sjálfstæðisflokkinn sé ekkert nýtt. Það er langt síðan ég heyrði fyrst af þessu og mér hefur alltaf fundist þetta dálítið asnalegt. Hef samt tilhneygingu til að halda að þeir sem stjórna þessu viti hvað þeir eru að gera.

Sæmundur Bjarnason, 8.5.2007 kl. 01:07

2 Smámynd: Þarfagreinir

Nei, þetta er ekki nýtt - og það eru rök þarna að baki, sannarlega. Þetta er viðleitni til að lækka mælt fylgi Sjálfstæðisflokksins, þveröfugt á það sem halda mætti í fljótu bragði. Mér skilst nefnilega að ef einhver segist ætla að kjósa 'einhvern annan en Sjálfstæðisflokkinn', þá sé fylgi viðkomandi dreift jafnt á alla hina flokkana. Þarna eru nefnilega þrír möguleikar; Sjálfstæðisflokkurinn, einhver annar, og óákveðin(n). Þetta er gert vegna þess að kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru venjulega mjög fylgnir flokknum, á meðan kjósendur hinna flokkanna eru oftar óákveðnari og sveiflast til. Með því að fá fólk til að segjast vera líklegt til að kjósa einhvern annan flokk en Sjálfstæðisflokkinn er það fært úr hópi hinna óákveðnu, og þá minnkar fylgi Sjálfstæðisflokksins.

Annars finnst mér að banna eigi skoðanakannanir vikuna fyrir kosningar og tala frekar meira um eitthvað annað, svo sem málefnin.

Og já - gott að sjá 100% stuðning þinn við flokk þinn! Geri aðrir betur! Alltaf gaman fyrir fólk að fá staðfestingu á að það sé á réttri hillu í lífinu.

Þarfagreinir, 8.5.2007 kl. 02:06

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þarfagreinir: Ég er þér sammála, það fer helmingurinn af öllum kjaftaþáttum í skoðanakannanir, stjórnarmyndanir og fleira sem kemur kosningunum í rauninni ekkert við. Málefnin hafa ofsalega lítið verið rætt og þáttastjórnendur hafa verið á tíðum arfaslakir, leyfa fyrirsagnapólitíkini og upphrópanapólitíkinni ná völdum. Lítið um alvöru spurningar sem menn fá svör við, eins og til dæmis um kostnað og tekjur á móti.

Gestur Guðjónsson, 8.5.2007 kl. 06:59

4 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Sammála þér með þessa sjálfstæðisspurningu í þriðju tilraun...ótrúlega skoðanamyndandi líka...."ég var nú eitthvað búinn að segjast ætla að kjósa xd í símanum um daginn"

En varstu í alvöru 100% framsókn? ég myndi hætta að hugsa um pólitík ef ég væri þú............ bara smá ráðlegging frá félaga. 

Tómas Þóroddsson, 8.5.2007 kl. 10:47

5 Smámynd: Heimir Eyvindarson

100% framsóknarmaður. Ég vissi ekki að það væri til, hélt það væri í besta falli einhver klikkuð sjúkdómsgreining! Samhryggist þér Gestur minn.

Annars prófaði ég að svara eins vitlaust og ég mögulega gat hugsað mér en náði þessu nú samt ekki, þannig að ég leyfi mér að efast um að í könnuninni sé gert ráð fyrir að maður geti greinst 100% framsókn! Til þess vantar líka afgerandi svarmöguleika eins og styður þú Íraksstríðið, finnst þér Gummi í Byrginu Traustur vinur sem getur gert kraftaverk, finnst þér biðlistarnir á BUGL í góðu lagi, finnst þér spilling töff o.fl.........

Ég held þú hljótir bara að vera að skrökva þessu vinur minn. 

Heimir Eyvindarson, 8.5.2007 kl. 15:52

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Nei Heimir. Ég var alveg bit á þessu sjálfur og var tvístígandi við að birta þetta.

Félagi minn benti mér á að ef maður væri alveg sammála öllu fær maður Samfylkinguna og ef maður veit ekki við öllu fengi maður líka Samfylkinguna. Það sýnir svo ekki verður um villst að Samfylkingin er, skv þessu "vísindalega" módeli með allar stefnur í öllum málum. Ef maður er svo mikið á móti öllu sagðist hann fá út VG. Kemur ekki á óvart!

Gestur Guðjónsson, 8.5.2007 kl. 16:43

7 identicon

Það sem kemur á óvart er að 100% framsóknarmaður er 50% samfylkingarmaður, EN bara 43,7% Sjalli!!

Hvernig væri að þú færir að beina gagnrýni þinni og athugasemdum til þeirra sem eru þér í raun ósammála (lesist íhaldsmönnum). Ég skil það að málstaður kratana standir þér nærri og hafir meiri tilfinningu gagnvart þeim, en sjallarnir eru búnir að vera hálfgerðir tilberar á ykkur. Hvernig væri að byrja spyrja þá nokkrar grun spurninga um fjármál, dómsmál, menntamál og samgöngumál. Í staðinn fyrir þessa blöndu af sjálfhóli og afneitun í öllum málaflokkum.

Sjálfstæðismennirnir hafa siglt alltof lygnan sjó á ykkar kostnað í þessum kosningum.

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 16:50

8 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Magnús: Alveg sammála þér. Stefna Samfylkingar og Framsóknar er áþekk í mörgum liðum, það er rétt hjá þér og samstarfið í R-listanum gekk vel. Vandinn er bara sá að íhaldið segir ekki neitt annað en að þeir ætli að halda áfram á sömu braut, þeirri braut sem Framsókn hefur markað með þeim og á hvað mestan þátt í því að við búum í sífellt betra samfélagi. Það er erfitt að gagnrýna það. Þeir fela það sem felst raunverulega í grundvallarstefnu þeirra en hreykja sig af þeim verkum sem Framsókn hefur barist fyrir, nema að þeir vilja selja Landsvirkjun og einkavæða heilbrigðiskerfið, þar hefur íhaldsgrýlan náð að glitta í gegn og ég hef reynt að benda á.

Gestur Guðjónsson, 8.5.2007 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband