Stéttarfélag að sinna sínum skyldum
25.6.2007 | 21:40
Það er gott að sjá að Rafiðnaðarsambandið stendur í lappirnar gagnvart þessum undirverktaka sem samkvæmt þessari frétt virðist vera að svindla gagnvart verkkaupa, íslenskum lögum og starfsmönnum sínum. Þeir atvinnurekendur sem sinna sínu og standa skil á öllu eiga það skilið að keppa á jafnréttisgrunni við menn og auðvitað á fólk að fá þau laun sem það á rétt á, sama þótt 400 kr á tímann gæti talist gott heima hjá þeim. Í framhaldinu verða samtök launafólks að fara að leiðrétta launatöflurnar til samræmis við raunlaun, svo ekki komi til undirboða á markaðnum, eins og ég skrifaði hér
![]() |
Rafiðnaðarsambandið vill láta rífa verk pólskra starfsmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Snilldardagur í gær
25.6.2007 | 08:44
Við hjónaleysin fórum í göngutúr um Elliðaárdalinn í gær í þvílíkri blíðu.
Þar mættum við mörgum sem voru að hreyfa sig af því að þeir voru eins og þeir voru, en ekki síður mörgum sem voru eins og þeir voru af því að þeir hreyfa sig.
Ég er einhversstaðar þarna í báðum hópum.