Undirboð á launamarkaði?

Ég hef verið að spá í því undanfarið þegar umræðan um að útlendingar séu að lækka laun á vinnumarkaði, um hvað sé í raun og veru verið að tala og hver sé hin raunverulega rót þess. Ég veit nefnilega ekki betur en að þessir starfsmenn séu að fá laun samkvæmt taxta, sem samið hefur verið um í samningum aðila vinnumarkaðarins. Nú er ég ekki að tala um starfsemi starfsmannaleiga, sem reyndar er búið að setja mun þrengri ramma. 

Getur ekki verið að ástæðan fyrir því að þetta er vandamál sé sú að verkalýðsfélögin hafi litið á launaskriðið sem náttúrulögmál, og ekki einbeitt sér nægjanlega að því að hækka taxtana í samningum til samræmis við rauntaxta? Þess vegna séu taxtarnir í samningunum orðnir úreltir og þegar fólk er ráðið inn erlendis frá, á taxtakjörum, svo mikið ódýrara atvinnurekendum og því ógnun við þau kjör sem launafólk hefur haft undanfarin ár. Er því ekki um að ræða að í stað þess að tala um undirboð, sé verið að tala um ekki yfirboð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband