Oft má satt kyrrt liggja

Það er alþekkt að þegar fréttir um bruna og íkveikjur berast, kemur oft íkveikjufaraldur á eftir. Þeir sem hafa þessar brennuvargakenndir og einnig krakkakjánar fá hugmyndir og framkvæma þær. Það er því óábyrgt af Morgunblaðinu að setja fréttina fram með þessum hætti, þótt fjölmiðlar eigi að greina rétt og satt frá því sem er að gerast, þá ber þeim skylda til að sleppa því í þessu samhengi.
mbl.is Íkveikja ekki útilokuð í rannsókninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nokkuð til í þessu. Eldspýtur geta orðið mikil samfélagsleg ógn í höndum óvita.

Af brennuvörgur má sitt hvað segja frá. Ein kostulegasta frásögnin er þessi: 

Fyrir rúmlega hálfri öld var brennuvargur á ferð í Reykjavík. Í Skuggahverfinu braust hann inn í skúr, kveikti þar í og hafði sig á brott. Ekki hafði hann gengið langt að brunaliðið eins og slökkviliðið hét þá, kom á móti honum. Tók nú þessi náungi sig til og fór að aðstoða við slökkvistarfið, lempa til slöngur og þ.h. Í Mogunblaðinu daginn eftir var birt mynd af þessum náunga milli slökkviliðsstjórans og lögreglustjórans þar sem þeir þökkuðu manninum fyrir veitta aðstoð.

Ekki leið langur tími að í ljós kom að þessi maður hafði átt þátt í íkveikjunni. Birting myndarinnar var því miður staðreynd en ábyggilega hefur þetta þótt nokkuð vandræðalegt.

Föðurbróðir Margrétar drottningar Dana, Knut prins var þekktur um alla Kaupmannahöfn. Hann átti til að rjúka á eftir brunabílunum út um alla borg þegar þeir voru á leið í útkall!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 20.4.2007 kl. 08:23

2 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Ég er sammála þér, allavega má þetta bíða þar til búið er að sanna hvort um íkveikju hafi verið að ræða. Það er ekki eins og hafi verið að kveikja í einhverjum blaðagám ef um íkveikju hefur verið að ræða, svo að svona frétt reitir mig bara til reiði. Ég vona svo innielga að þetta hafi verið slys, því annars finnst mér nú varla hægt að finna refsingu fyrir svona ef þetta hefur ekki verið slys ....ég varð mjög reið að sjá þetta áðan í Mogganum sem ég fæ inn um lúguna mína.

Inga Lára Helgadóttir, 20.4.2007 kl. 10:31

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Arveprins Knud þessi stóð lögum samkvæmt næstur í erfðaröðinni. Hann var talinn svo vonlaus að lögunum var breytt þannig að dætur konungs gætu einnig tekið við. Þess vegna er Margrét Þórhildur drottning í dag.

Gestur Guðjónsson, 20.4.2007 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband