Borgin leitar lausna

Í grænum skrefum Reykjavíkurborgar er leiðum til breytinga á þessari þróun lýst. Lykillinn að minnkuðu útstreymi frá samgöngum eru bættar almenningssamgöngur og virkjun líkamsorku til samgangna, með því að hvetja til hjólreiða og notkunar tveggja jafnfljótra. Þannig er lagt til að þjónusta Strætó sé bætt og gera á tilraun með að gefa frítt í strætó. Ef sú tilraun gefur árangur í minnkuðu umferðarálagi er hægt að réttlæta þau útgjöld sem skapaði þá grundvöll fyrir frekari skrefum í þá átt.

Bæta á göngustígakerfið og verðlauna þá bíleigendur sem eiga vistvænustu bílana með fríum bílastæðum auk þess að stórátak verður gert í gróðursetningu trjáa.

Vandinn í þessari umræðu í heild sinni er náttúrulega sá að Íslendingar hafa fyrir löngu náð svo góðum árangri í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa að frekari skref eru okkur mun erfiðari en nágrannaþjóðanna sem eiga langt í land miðað við okkur.


mbl.is Útstreymi gróðurhúsalofttegunda hefur aukist um 30% í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband