Góðar fréttir fyrir umhverfið
12.7.2007 | 22:02
Til hamingju með þetta Egill, Brimborg og Olís. Það verður gaman að fylgjast með þessu og taka þátt í þessu þegar kemur að meðhöndlun og dreifingu etanólsins, þegar farið verður að flytja það inn í tankskipum, en ég býst við að til að byrja með hljóti etanólið að verða flutt inn í gámageymum með fraktskipum.
Ég er hef sjálfur mun meiri trú á spíra eða og bíódíselsleiðum en vetnisleiðinni. Sprengivélin er orðin mjög þróuð tækni og með aukinni tvinnvélavæðingu er hægt að ná miklum árangri. Ekki þarf að skipta um dreifikerfi fyrir orkuna sem er einnig mjög þróað á heimsvísu og "ónýta" þá fjárfestingu sem liggur í því og ef einhverjar sveiflur verða á þessum markaði getur jarðefnaeldsneytið nýst sem stuðpúði, enda breikkar þetta framleiðendahópinn. Framleiðslan getur einnig verið nær notandanum, t.d. væri hægt að rækta korn, lúpínu og aðrar orkumiklar plöntur hérlendis í þessu augnamiði. Það eina sem maður gæti haft áhyggjur af er hvort þær þjóðir sem í dag framleiða eldsneyti muni beita sér gegn þessari þróun, þar sem hún ógnar þeirra hagsmunum.
![]() |
Flytja inn etanól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stefna Sjálfstæðisflokksins um sölu orkufyrirtækjanna komin í framkvæmd
12.7.2007 | 11:25
Yfirlýsing Sjálfstæðisflokksins í tengslum við sölu HS fær mann til að staldra við, þegar þeir segja:
"Samkomulagið tryggir jafnframt fyrstu skref í einkavæðingu orkufyrirtækja á Íslandi þar sem kraftar einkaframtaksins verða virkjaðir á sviði orkuframleiðslu og sölu"
Þetta er í samræmi við ályktun landsþings, jafnvel enn harðara, þar sem lagt var til að öll orkufyrirtæki yrðu seld, en var mildað á þinginu, til að fæla ekki frá þá skynsömu kjósendur sem alls ekki vilja selja Landsvirkjun.
Nú er spurningin, eru næg bein í nefi Samfylkingarinnar til að standa á móti þessari hraðlest?
![]() |
Samþykkt í bæjarráði Reykjanesbæjar að selja hlut í HS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |