Góðar fréttir fyrir umhverfið

Til hamingju með þetta Egill, Brimborg og Olís. Það verður gaman að fylgjast með þessu og taka þátt í þessu þegar kemur að meðhöndlun og dreifingu etanólsins, þegar farið verður að flytja það inn í tankskipum, en ég býst við að til að byrja með hljóti etanólið að verða flutt inn í gámageymum með fraktskipum.

Ég er hef sjálfur mun meiri trú á spíra eða og bíódíselsleiðum en vetnisleiðinni. Sprengivélin er orðin mjög þróuð tækni og með aukinni tvinnvélavæðingu er hægt að ná miklum árangri. Ekki þarf að skipta um dreifikerfi fyrir orkuna  sem er einnig mjög þróað á heimsvísu og "ónýta" þá fjárfestingu sem liggur í því og ef einhverjar sveiflur verða á þessum markaði getur jarðefnaeldsneytið nýst sem stuðpúði, enda breikkar þetta framleiðendahópinn. Framleiðslan getur einnig verið nær notandanum, t.d. væri hægt að rækta korn, lúpínu og aðrar orkumiklar plöntur hérlendis í þessu augnamiði. Það eina sem maður gæti haft áhyggjur af er hvort þær þjóðir sem í dag framleiða eldsneyti muni beita sér gegn þessari þróun, þar sem hún ógnar þeirra hagsmunum.


mbl.is Flytja inn etanól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Jóhannsson

Sæll Gestur og takk.

Tek undir það sem þú segir en vil líka nefna að nauðsynlegt er að huga líka að vetnisleiðinni þó hún verði ekki tilbúin til almennra nota fyrr en eftir 10-12 ár. Algerlega sammála þessu með dreifikerfið og gríðarlega mikilvægt að nýta það áfram.

Varðandi þær þjóðir sem nú framleiða hefðbundið jarðefnaeldsneyti þá er einmitt líka mikilvægt fyrir vestrænar þjóðir að finna aðra kosti til að dreifa áhættu með orku. Á sama tíma þurfa hinar hefðbundnu oíuþjóðir líka að nýta ólíugróðann og fjárfesta í framtíðar orkugjöfum.

Egill Jóhannsson, 12.7.2007 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband