Af hverju leyfa yfirvöld áfengisauglýsingar?

Um bæinn keyra bílar þrælmerktir tegundum sem ekki er til í áfengislausri útgáfu óáreittir. Nefni sem dæmi eðaldrykkinn Jägermeister, hinar ýmsu rauðvíns- og bjórtegundir sem ég held að séu ekki til í léttútgáfu, eins og bjórinn sem bruggaður er úr íslensku byggi.

Þær sektarupphæðir sem heimilt er að beita í þessum málum eru í dag svo lágar að umboðsaðilar virðast meta fjölmiðlaumfjöllunina um málareksturinn verðmætari en sektirnar, fyrir utan auglýsingagildi sjálfra auglýsinganna, þannig að þeir auglýsa bara og borga sektirnar á staðnum.

Yfirvöld hafa ekki beitt þessum sektarákvæðum um langan tíma og því eru þau í rauninni að leyfa áfengisauglýsingar.

Ég held að eina leiðin til að koma þessu til lífs er að setja inn í lögin um ÁTVR ákvæði um að ef umboðsaðili hefur gerst brotlegur við þetta auglýsingabann, megi ÁTVR ekki selja vörur frá viðkomandi aðila. Sektarvopnið, amk með þeim upphæðum sem í gangi eru í dag, er ekkert að virka.


Bloggfærslur 1. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband