Af hverju leyfa yfirvöld áfengisauglýsingar?

Um bæinn keyra bílar þrælmerktir tegundum sem ekki er til í áfengislausri útgáfu óáreittir. Nefni sem dæmi eðaldrykkinn Jägermeister, hinar ýmsu rauðvíns- og bjórtegundir sem ég held að séu ekki til í léttútgáfu, eins og bjórinn sem bruggaður er úr íslensku byggi.

Þær sektarupphæðir sem heimilt er að beita í þessum málum eru í dag svo lágar að umboðsaðilar virðast meta fjölmiðlaumfjöllunina um málareksturinn verðmætari en sektirnar, fyrir utan auglýsingagildi sjálfra auglýsinganna, þannig að þeir auglýsa bara og borga sektirnar á staðnum.

Yfirvöld hafa ekki beitt þessum sektarákvæðum um langan tíma og því eru þau í rauninni að leyfa áfengisauglýsingar.

Ég held að eina leiðin til að koma þessu til lífs er að setja inn í lögin um ÁTVR ákvæði um að ef umboðsaðili hefur gerst brotlegur við þetta auglýsingabann, megi ÁTVR ekki selja vörur frá viðkomandi aðila. Sektarvopnið, amk með þeim upphæðum sem í gangi eru í dag, er ekkert að virka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Svo er náttúrulega til einföld og heilbrigð lausn á þessu; að leyfa bara áfengisauglýsingar.

Kristján Hrannar Pálsson, 1.8.2007 kl. 19:54

2 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Ríkissjónvarpið auglýsir  bjór purkunarlaust. Orðið léttöl  birtist að vísu á skjánum  með örsmáu letri í eina sekúndu eða  svo. Bannið  gegn  áfengisauglýsingum er  brotið á hverjum  einasta degi.  Yfirvöld  skortir  vilja  til að framfylgja lögum sem Alþingi hefur  sett. Það er umhugsunarefni.  Úr því sem, komið er , þá er ærlegast að   viðurkenna staðreyndir  og afnema bannið. Það mun ekki breyta miklu  frá því sem nú er.

Eiður Svanberg Guðnason, 1.8.2007 kl. 21:29

3 Smámynd: Kristinn Sigurðsson

Hversvegna þurfum við íslendingar að banna þessar auglýsingar en ekki aðrar þjóðir, er ekki komin tími til að leyfa íslenskum framleiðendum að kynna vöru sína. Hvernig í ósköpunum á nýja bjórverksmiðjan í eyjum að koma vöru sinni á framfæri?

Kristinn Sigurðsson, 1.8.2007 kl. 23:24

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Til upplýsingar skal það upplýst að vörumerkin má heildsalinn samkvæmt lögum og reglum hafa á bifreiðum heildsölunnar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.8.2007 kl. 06:36

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þetta með vörumerkin og bifreiðarnar getur alveg verið rétt, en er það ekki samt óttalega vitlaust?

Ég tel að annaðhvort eigi að framfylgja lögunum, en afnema bannið ella.

Gestur Guðjónsson, 2.8.2007 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband