Einkavæðingaráform Landsvirkjunnar staðfest?
21.1.2008 | 17:02
Í endurskoðuðu arðsemismati Kárahnjúkavirkjunnar kemur fram:
"Ólíkt því sem gert var í upphaflega arðsemismatinu er fjármagnskostnaður nú reiknaður með vaxtaálagi sem hlytist af því að Landsvirkjun nyti ekki ríkisábyrgðar."
Ég get ekki skilið þetta sem annað en yfirlýsingu um að nú standi til að einkavæða Landsvirkjun, en afnám ríkisábyrgðar fyrirtækisins er forsenda þess.
Ef það stæði ekki til væri engin þörf á því að breyta þessari forsendu og því ætti arðsemi virkjunarinnar að vera enn meiri.
Því er ég algerlega ósammála og hef margrökstutt það, síðast hér og hér, enda byggir aðgengi Landsvirkjunnar að náttúruauðlindunum á því að fyrirtækið sé í almannaeigu.
Enn meiri arðsemi... Hvað segir VG við því?
21.1.2008 | 16:36
Ávallt þegar komið hafa fram vísbendingar um að kostnaður við virkjunina sé eitthvað að hækka, ryðjast fulltrúar VG og stjórnarandstöðuhluta Samfylkingarinnar fram á völlinn og formæla virkjuninni. Nú hljóta þeir að koma fram og segja að þetta hafi nú ekki verið svo slæmt eftir allt saman.
Það er að segja ef þau eru samkvæm sjálfum sér og séu ekki í þessu í vinsældakapphlaupi, heldur af einskærri umhyggju fyrir landsins gagni og nauðsynjum.
En það er kannski til of mikils mælst...
![]() |
Kárahnjúkavirkjun arðsamari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |