Einkavæðingaráform Landsvirkjunnar staðfest?

Í endurskoðuðu arðsemismati Kárahnjúkavirkjunnar kemur fram:

"Ólíkt því sem gert var í upphaflega arðsemismatinu er fjármagnskostnaður nú reiknaður með vaxtaálagi sem hlytist af því að Landsvirkjun nyti ekki ríkisábyrgðar."

Ég get ekki skilið þetta sem annað en yfirlýsingu um að nú standi til að einkavæða Landsvirkjun, en afnám ríkisábyrgðar fyrirtækisins er forsenda þess.

Ef það stæði ekki til væri engin þörf á því að breyta þessari forsendu og því ætti arðsemi virkjunarinnar að vera enn meiri.

Því er ég algerlega ósammála og hef margrökstutt það, síðast hér og hér, enda byggir aðgengi Landsvirkjunnar að náttúruauðlindunum á því að fyrirtækið sé í almannaeigu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband