Ungliðahreyfingarnar verða sér til skammar

Þótt ég sé ekki fylgismaður nýja meirihlutans, síður en svo, þá urðu þeir einstaklingar sem ekki virtu fundarfrið á áhorfendabekkjum ráðhússins í dag sér til háborinnar skammar.

Lýðræðið byggir á að fylgt sé ákveðnum leikreglum við beitingu þess valds sem kjósendur fela fulltrúum sínum í kosningum. Þeim reglum verður að fylgja og ættu ungliðahreyfingarnar að vita betur og sérstaklega ættu þær að þekkja fundarsköp, almenna kurteisi og mannasiði.

Það má alveg fullyrða að slit Ólafs F Magnússonar á meirihluta nr 2 til að fá borgarstjórastólinn sem gulrót sé ódrengilegur og jafnvel skrumskæling á þessu sama lýðræði, sem vekja eðlilega upp reiðviðbrögð og séu tilefni til mótmæla. Sérstaklega í ljósi þess að nú tafsar hann í Kastljósinu og getur ekki svarað í hverju meintur málefnaágreiningur hefði falist, en það réttlætir ekki þessi læti í dag. Eðlilegt var að fjölmenna á pallana og láta tilfinningarnar í ljós á kurteisislegan hátt en ekki þetta.

Skamm...


mbl.is Ólafur hyggst láta verkin tala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð dagsins...

... er að finna í 26. grein sveitarstjórnarlaga:

"Nú verður sveitarstjórn óstarfhæf tímabundið vegna neyðarástands í sveitarfélaginu, svo sem af völdum náttúruhamfara, og getur þá ráðuneytið að beiðni sveitarstjórnarinnar falið sveitarstjórn nágrannasveitarfélags að fara með stjórn sveitarfélagsins uns sveitarstjórnin verður starfhæf á ný."

Hvert ætli Kristján Möller myndi vísa valdinu í Reykjavík? Til Hafnarfjarðar?


Bloggfærslur 24. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband