Er eftirlit með sundstöðum á réttum stað?

Langflestir sundstaðir landsins eru reknir af sveitarfélögunum. Eftirlit með öryggi á sundstöðum er einnig á hendi starfsmanna heilbrigðisnefnda sveitarfélaganna.

Ég veit að starfsmenn heilbrigðiseftirlitanna eru allir af vilja gerðir, en það getur ekki verið eðlilegt að menn séu að hafa eftirlit með sjálfum sér. Virðing fyrir ábendingum þeirra og vilji til beitingar þvingunarúrræða er einnig annar en ef eftirlitið væri á höndum óháðs aðila. Þess vegna tel ég einsýnt að þetta eftirlit eigi að vera á höndum ríkisins, t.d. Vinnueftirlitsins.

Kastljósi ber þökk fyrir umfjöllun sína um málið.


Fjöldi óákveðinna stóreykst - ekki furða

Ég er ekki hissa á að fylgi Framsóknar sé ekki að aukast í því gjörningaveðri sem hefur verið í kringum flokkinn.

Samfylkingin heldur góðu flugi, meðan enn er eitthvað nammi eftir í pokanum að útdeila. Spurning hversu fljótt það dalar þegar raunveruleikaáfallið kemur, sem virðist ætla að koma fyrr en áður hefur verið spáð, amk miðað við afkomutölur bankanna.

Stóru tíðindi þessarar könnunar er hinn stóri hluti óákveðinna. Ég tel víst að þar sé gengisfelling borgar"stjórnmálanna" að hafa mikil áhrif.


mbl.is Fylgi Samfylkingar eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband