Er eftirlit með sundstöðum á réttum stað?

Langflestir sundstaðir landsins eru reknir af sveitarfélögunum. Eftirlit með öryggi á sundstöðum er einnig á hendi starfsmanna heilbrigðisnefnda sveitarfélaganna.

Ég veit að starfsmenn heilbrigðiseftirlitanna eru allir af vilja gerðir, en það getur ekki verið eðlilegt að menn séu að hafa eftirlit með sjálfum sér. Virðing fyrir ábendingum þeirra og vilji til beitingar þvingunarúrræða er einnig annar en ef eftirlitið væri á höndum óháðs aðila. Þess vegna tel ég einsýnt að þetta eftirlit eigi að vera á höndum ríkisins, t.d. Vinnueftirlitsins.

Kastljósi ber þökk fyrir umfjöllun sína um málið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband