Góð ráðning í miklu ráðningafári

Í öllu þessu ráðningafári er ráðning Margrétar Frímannsdóttur sem forstöðumanns Litla-Hrauns ljós í myrkrinu. Hennar reynsla, hjartalag og mannkostir allir gera hana afar hæfa í embættið. Ég var að vonast til þess að hún hefði verið sett Fangelsismálastjóri, en í lögum kveður á um að í þá stöðu skuli skipa lögfræðing, þannig að það var víst ekki hægt.


mbl.is Margrét Frímannsdóttir forstöðumaður Litla-Hrauns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta forsmekkurinn að því sem koma skal?

Nú er íhaldið komin í heilbrigðisráðuneytið með sína óheftu frjálshyggju og er þegar komið í æfingar með komugjöld. Ætli það sé ekki verið að venja aldraða og öryrkja við það að þeirra afsláttur falli alveg niður og svo er röðin næst komin að barnafólkinu?

Ætli það verði tekið tillit til þessa við ákvörðun bótaupphæða þessara hópa?


mbl.is Mótmælir hækkun komugjalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband