Samskipti siðaðra þjóða á eðlilegum nótum
11.10.2008 | 15:46
Mikið er gott að sjá að Hollendingar séu að gæta sinna hagsmuna af sanngirni og eftir eðlilegum leiðum. Slíkt leiðir örugglega til farsællar niðurstöðu fyrir báða aðila.
...
Ég eyddi út því sem ég skrifaði svo í framhaldinu.
![]() |
Mjög vongóður um lausnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vá fyrir dyrum
11.10.2008 | 11:41
Ég er virkilega hræddur, eftir að Ögmundur Jónasson varaði á heimasíðu sinni kröftuglega gegn því að IMF verði beðinn um hjálp, að íhaldið og VG myndi stjórn um að leita ekki til IMF og þjóðin verði einangruð.
Íhaldið, þeas heimastjórnarhluti Sjálfstæðsflokksins, sem hefur haldið frjálslynda hluta flokksins í gíslingu síðan Davíð Oddsson velti Þorsteini Pálssyni úr sessi, vill undir engum kringumstæðum þurfa að undirgangst skilyrði IMF, vill í blindni halda í krónuna og vill undir engum kringumstæðum hugsa til ESB. Lok lok og læs.
Af þeim ástæðum hefur IMF ekki verið tekið vel hingað til, þótt tilboðum IMF hafi ekki fylgt nein skilyrði á þeim tíma, að því að maður heyrir.
Af þeim ástæðum má Samfylkingin undir engum kringumstæðum slíta stjórnarsamstarfinu.
Það væru svik við þjóðina.
Ef íhaldið slítur verða frjálslyndir Sjálfstæðismenn að gera byltingu og mynda stjórn með Samfylkingunni og frjálslynda hluta Framsóknar.
Ef við lokum að okkur, munum við ekki endurheimta traust okkar um langan tíma og öll enduruppbygging landsins mun taka mun lengri tíma.
![]() |
Mesta hættan liðin hjá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Meginmarkmið samninga við IMF
11.10.2008 | 09:02
Í öllum samningum við IMF, aðra lánardrottna og öðrum aðgerðum næstu misserin verður eitt markmið að vera ofar öðrum:
Að tryggja að á Íslandi verði áfram gott fyrir ungt fólk að búa.
Það eru sameiginlegir hagsmunir lánveitenda og lánþega að halda sem mestri framleiðslu í gangi og hafa sem mesta vaxtarmöguleika og til þess þurfum við öflugt fólk.
Ef við missum mikið af fólki úr landi verðum við mikið lengur að ná okkur upp úr þeirri lægð sem við erum komin í.
Staðan í útlöndum er auðvitað ekki heldur neitt glæsileg, þannig að grasið er ekki hvanngrænt þar, en verðmæti okkar duglega unga fólks hefur líklega aldrei verið meira. Þannig er staðan einnig í útlöndum, sem munu örugglega reyna að ginna öflugt fólk til sín.
Auðvitað eigum við að standa við okkar skyldur gagnvart bretum og Hollendingum, sem og öðrum. Það segir sig sjálft, en einnig eigum við að gæta réttar okkar gagnvart bresku ríkisstjórninni, sem hefur ástundað þvílíka skemmdarstarfsemi gagnvart íslenskum hagsmunum að maður á ekki til orð.
Gott heilbrigðiskerfi, gott skólakerfi og skynsamleg velferð eru lykilatriði í því að halda unga fólkinu í landinu.
![]() |
Lausn á deilum forsenda IMF-aðstoðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |