Að Haardera sig út úr efnahagsþrengingunum
2.10.2008 | 23:15
Ég ætlaði ekki að trúa innihaldsleysi ræðu forsætisráðherra sem flutt var í kvöld undir liðnum "stefnuræða forsætisráðherra".
Þar var nefnilega enga stefnu að finna. Bara lýsingu á fortíðinni. Ekkert leiðarljós, enga sýn, ekkert.
Þegar élin dynur á í þjóðfélaginu eins og núna er ekki hægt að bjóða upp á kalt og þunnt kakó eins og Geir H Haarde bauð upp á í kvöld.
Auðvitað getur hann ekki sagt frá öllu sem verið er að gera, sumt er það viðkvæmt að það má ekki greina frá því fyrr en það er frágengið, en sumum hlutum væri hægt að segja frá ef þeir stæðu til.
Hefði hann bara tilkynnt að hann hefði ákveðið að stofna þann samráðsvettvang sem ríkisstjórnarsáttmálinn segir til um, væri ég rórri, því ég veit að þeir aðilar sem myndu mynda þann vettvang hafa hugsað málin, eru að ræða sín á milli og gætu orðið Haarde góður stuðningur og hjálp í því ráðleysi sem virðist því miður virðist hafa heltekið forsætisráðherrann okkar.
Ef hann hefði tilkynnt að hann hefði hug á að nýta íbúðalánasjóð til að losa um lausafjárstöðu bankanna, útgáfu ríkisskuldabréfa til að lífeyrissjóðirnir hafi möguleika á að koma peningum inn í landið og í umferð í gegnum Seðlabankann eða ámóta tillögur hefði ég orðið kátur.
En það gerði hann ekki.
Forsætisráðherra virðist ætla að Haardera sig áfram í gegnum málið. Það hefur nefnilega gengið svo vel hingað til...
![]() |
Glitnisaðgerð ekki endapunktur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.10.2008 kl. 00:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Peningamálastjórn í þoku
2.10.2008 | 19:08
Notkun stýrivaxta til að bregðast við verðbólgu sem er ekki þenslutengd, heldur tengd mæliskekkju og gengisbreytingum getur ekki gengið upp og eykur þann vanda sem verið er að reyna að berjast við og kemur nú í veg fyrir að hægt sé að bregðast við með sama krafti nú. Í því felast mistök peningamálastjórnarinnar sem hefur komið okkur í þá stöðu sem við erum í núna.
Húsnæðisverð á ekki að vera í vísitölu neysluverðs, enda mælir verð húsnæðis ekki rekstur heldur eign. Um það ályktaði Framsókn á síðasta flokksþingi 2007. Leiðrétting á húsnæðisverði frá undirverði í eðlilegra verð í kjölfar innkomu bankanna á íbúðalánamarkaðinn olli þeirri verðbólgu sem Seðlabankinn byrjaði hækkunarferli sitt.
Sá vaxtamunur dældi inn erlendum gjaldeyri í gegnum jöklabréf og annað auðvelt aðgengi að erlendu fé, sem lækkaði í verði, þannig að í raun var verðhjöðnun í landinu um talsverðan tíma, ef mælingin hefði verið rétt. Stýrivextirnir virkuðu sem sagt á þann hluta vísitölunnar sem þeir hafa áhrif á og sést á þessu grafi, þar sem guli litur grafsins eru áhrif húsnæðishækkana á verðbólguna.
Hækkun aðfangakostnaðar, bensíns og bíla, blái og grái liturinn, tók svo við 2006 og 2007 þegar húsnæðisverð fór að hækka minna, þar til á þessu ári að verðhækkanir, tengdar falli krónunnar og þar með raunveruleg verðbólga fór að láta á sér kræla.
Hins vegar hefur hávaxtastefna Seðlabankans verið við lýði svo lengi nú að þeir eru einnig farnir að skapa verðbólgu og í því felst það öngstræti sem við erum komin í nú.
![]() |
Hlutabréf og króna hríðfalla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Geðshræringarblaðamennska
2.10.2008 | 17:41
Það ber ekki vott um faglega blaðamennsku þegar eftirlitsstofnanir og aðilar sem þurfa og eiga að gefa upplýsingar, sem blaðamönnum ætti að vera í lófa lagið að útvega sér, um ákveðin mál þurfa ítrekað að senda út yfirlýsingar til að leiðrétta fréttaflutning um hin og þessi mál tengdum Glitni og eigendum þeirra.
Þetta mál, óvandaður áróðurskenndur málflutningur Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í morgun sem Stoðir hafa þurft að leiðrétta og fleira verður til þess að traust og trúverðugleiki rýrnar enn og allt slíkt verður bara til að gera ástandi verra, öllum til tjóns, bæði eigendunum en ekki síst okkur almenningi. Nóg var fyrir.
![]() |
Sjóður 9 í samræmi við lög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |