Peningamálastjórn í þoku

Notkun stýrivaxta til að bregðast við verðbólgu sem er ekki þenslutengd, heldur tengd mæliskekkju og gengisbreytingum getur ekki gengið upp og eykur þann vanda sem verið er að reyna að berjast við og kemur nú í veg fyrir að hægt sé að bregðast við með sama krafti nú. Í því felast mistök peningamálastjórnarinnar sem hefur komið okkur í þá stöðu sem við erum í núna.

Húsnæðisverð á ekki að vera í vísitölu neysluverðs, enda mælir verð húsnæðis ekki rekstur heldur eign. Um það ályktaði Framsókn á síðasta flokksþingi 2007. Leiðrétting á húsnæðisverði frá undirverði í eðlilegra verð í kjölfar innkomu bankanna á íbúðalánamarkaðinn olli þeirri verðbólgu sem Seðlabankinn byrjaði hækkunarferli sitt.

Sá vaxtamunur dældi inn erlendum gjaldeyri í gegnum jöklabréf og annað auðvelt aðgengi að erlendu fé, sem lækkaði í verði, þannig að í raun var verðhjöðnun í landinu um talsverðan tíma, ef mælingin hefði verið rétt. Stýrivextirnir virkuðu sem sagt á þann hluta vísitölunnar sem þeir hafa áhrif á og sést á þessu grafi, þar sem guli litur grafsins eru áhrif húsnæðishækkana á verðbólguna.

verðbólguhraði

Hækkun aðfangakostnaðar, bensíns og bíla, blái og grái liturinn, tók svo við 2006 og 2007 þegar húsnæðisverð fór að hækka minna, þar til á þessu ári að verðhækkanir, tengdar falli krónunnar og þar með raunveruleg verðbólga fór að láta á sér kræla.

Hins vegar hefur hávaxtastefna Seðlabankans verið við lýði svo lengi nú að þeir eru einnig farnir að skapa verðbólgu og í því felst það öngstræti sem við erum komin í nú.


mbl.is Hlutabréf og króna hríðfalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband