Heimastjórnarmenn ætla að gefa upp á nýtt

Af hverju í veröldinni býðst SÍ ekki samtímis til að lána þessum fyrirtækjum, svo þau geti haldið áfram starfsemi? Er þrotið ekki orðið nægjanlega stórt?

Heimastjórnarflokkurinn, sem virðast vera þverpólitísk samtök, virðast ætla að nota tækifærið til að gefa algerlega upp á nýtt í íslensku samfélagi.

Þeir sem hafa tapað og eru reiðir stjórnvöldum skulu ekki halda hálft augnablik að það séu góðar fréttir.

Heimastjórnarflokkurinn ætlar að sjálfsögðu að gefa sínum félagsmönnum upp á nýtt á þann hátt sem hann best kann. Til þess þarf ekki hjálp frá IMF og ESB. Svoleiðis pakk er bara fyrir.

Hugmyndir um að þjóðnýta fiskveiðikvótann, innköllun allra bankastofnana, líka þeirra sem eru ekki í greiðsluþroti, eins og þær sem SÍ ætlar að knésetja núna og svo þær hreinsanir í öðrum fyrirtækjarekstri sem þeir sjá fram á að hafa tækifæri til að fara í núna eru mér uggvænlegar, en virðast furðumörgum stjórnmála- og áhrifamönnum síður en svo fráleit hugmynd.

Allt að því stórkostleg.

Það má ekki gerast að slík öfl fái ráðið hér á landi.


mbl.is Fjármálafyrirtækin í vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband