Boomerang breta er þungt

Eitt er að bretar hafi ráðist á og fryst Landsbankann og séu nú að selja eigur hans til fyrrverandi eiganda hans, Björgúlfanna, sem getur ekki verið lögleg aðgerð af hendi breta og algerlega siðlaus aðgerð hjá Björgúlfunum og hugsanlega landráð, sem ríkislögreglustjóra ber að rannsaka.

Annað er að þeir ráðast á Kaupþing, banka í fullum skilum, algerlega óskyldur Landsbankanum, og knésetja hann með yfirlýsingum og aðgerðum byggðum á hryðjuverkalöggjöf. Það er klárt lögbrot í mínum huga og getur ekki annað en bakað skaðabótaábyrgð.

Hingað til hefur bara verið talað um lögsókn hluthafa á hendur bretum fyrir aðgerðir sínar og talað um milljarðahundruð í því sambandi.

En framar í röðinni er annar hópur, lánveitendur Kaupþings. Heildarskuldir voru samkvæmt síðasta árshlutauppgjöri um 6.000 milljarðar.

Sex billjónir króna, sem munu ekki verða greiddar nema að litlu leiti vegna aðgerða breta. Þessir aðilar ættu að eiga jafnvel enn sterkari rétt en fyrrverandi hluthafar Kaupþings og hljóta að skoða stöðu sína gagnvart bretum.

Ef sannað verður að aðgerðir bretanna voru ólöglegar og fall bankanna þar með á þeirra ábyrgð, er spurning hvort þeir sem áttu innistæður í Icesave og Kaupþing edge eigi ekki einnig skaðabótakröfur á breska ríkið?

Á endanum munu þetta óþverrabragð breta verða þeim dýrt peningalega, fyrir utan það algera vantraust á bretland sem fjármálamiðstöðvar heimsins sem þessar aðgerðir munu valda.

Það verður þeim líklegast dýrast, en þar erum við bara rétt að sjá byrjunina.


mbl.is Um 150 missa vinnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgvin sagði darling að Landsbankinn færi yfirum

...ef þeir þyrftu að færa eignir frá aðalútibúinu til nýs dótturfélags í bretlandi.

Þetta kom fram í Kastljósviðtali kvöldsins.

Hvað segir það darling?

Að Landsbankinn standi tæpt?

Það er erfitt að skilja það öðruvísi. Svo koma Össur og Davíð á eftir og segjast ekki ætla að borga. Yfirlýsingar sem Árna tekst ekki að kveða niður með óyggjandi hætti, enda darling greinilega orðinn verulega taugatrekktur.

Það er ekki skrýtið að darling hafi haft áhyggjur, þótt afleikir breta séu stórum verri en okkar og gætu á endanum borgað gillið fyrir okkur með góðri hagsmunagæslu, harðri málafylgju við skaðabótamálin og smá heppni.

  1. bretar beita hryðjuverkalögum á vestrænt ríki. Ef sannað verður að það hafi verið án lögmætrar ástæðu, hlýtur að vera hægt að krefjast miskabóta á þeim forsendum einum. Um leið stúta bretar orðspori London sem fjármálamiðstöðvar heimsins. Þegar lánið er komið, eiga íslenskir ráðamenn að vara kollega sína við bretum. Þjóðverjar vilja efalaust að Frankfurt taki við hlutverki London, svo þeir gætu hugsanlega hjálpað okkur.
  2. bretar taka fyrirtæki óskylt Landsbankanum sem er í vandræðum hernámi og keyra þann banka þar með í þrot. Það hlýtur að vera rakið skaðabótamál fyrir fyrrverandi hluthafa.
  3. breskir ráðamenn ljúga til um ástæður hryðjuverkalagabeitingunni. Ekki skrítið að þeir vilji ekki fara með deiluna dómstólaleiðina. Það hjálpar ekki við vörn bretanna.
  4. bretar taka fyrirtæki sem þeir hafa ólöglega tekið yfir og selja það, þrátt fyrir að eignarhaldið á því sé skýrt. Óháð öllu, hlýtur það að vera brot gegn íslenska ríkinu.

Þetta á eftir að verða bretum óskaplega dýrt og gæti orðið okkur gott veganesti í átt að nýju Íslandi.


mbl.is Furðulegt að samtalið skyldi leka í fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband