Boomerang breta er þungt

Eitt er að bretar hafi ráðist á og fryst Landsbankann og séu nú að selja eigur hans til fyrrverandi eiganda hans, Björgúlfanna, sem getur ekki verið lögleg aðgerð af hendi breta og algerlega siðlaus aðgerð hjá Björgúlfunum og hugsanlega landráð, sem ríkislögreglustjóra ber að rannsaka.

Annað er að þeir ráðast á Kaupþing, banka í fullum skilum, algerlega óskyldur Landsbankanum, og knésetja hann með yfirlýsingum og aðgerðum byggðum á hryðjuverkalöggjöf. Það er klárt lögbrot í mínum huga og getur ekki annað en bakað skaðabótaábyrgð.

Hingað til hefur bara verið talað um lögsókn hluthafa á hendur bretum fyrir aðgerðir sínar og talað um milljarðahundruð í því sambandi.

En framar í röðinni er annar hópur, lánveitendur Kaupþings. Heildarskuldir voru samkvæmt síðasta árshlutauppgjöri um 6.000 milljarðar.

Sex billjónir króna, sem munu ekki verða greiddar nema að litlu leiti vegna aðgerða breta. Þessir aðilar ættu að eiga jafnvel enn sterkari rétt en fyrrverandi hluthafar Kaupþings og hljóta að skoða stöðu sína gagnvart bretum.

Ef sannað verður að aðgerðir bretanna voru ólöglegar og fall bankanna þar með á þeirra ábyrgð, er spurning hvort þeir sem áttu innistæður í Icesave og Kaupþing edge eigi ekki einnig skaðabótakröfur á breska ríkið?

Á endanum munu þetta óþverrabragð breta verða þeim dýrt peningalega, fyrir utan það algera vantraust á bretland sem fjármálamiðstöðvar heimsins sem þessar aðgerðir munu valda.

Það verður þeim líklegast dýrast, en þar erum við bara rétt að sjá byrjunina.


mbl.is Um 150 missa vinnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband