Davíð vill að menn tali varlega
3.10.2008 | 14:30
Það er gott að sjá að Davíð skuli nú tala um að menn ættu að tala varlega.
"Sá vandi sem við erum að glíma við núna hefur ekki nokkurn skapaðan hlut með krónuna að gera. [...bara þá sem vilja selja hana fyrir gjaldeyri] Þannig að ég held nú að ábyrgir aðilar ættu nú að gæta sín og ég er mjög hissa þegar ég sé talsmenn banka eins og Greiningardeildar Glitnis tala um að menn séu í vandræðum vegna Íslandsálagsins, eins og það er kallað [Voru Glitnismenn ekki í vandræðum?]. Þetta er afskaplega ósvífin yfirlýsing vegna þess að Ísland er skuldlaust land, en Ísland er ekki að fá lán á þeim kjörum sem það vill vegna bankaálagsins, þannig að menn verða að hafa hlutina í réttu samhengi [...athyglisvert að hann skuli hafa þjóðnýtt bankann í framhaldinu, en ekki veitt þrautavaralán til að hann gæti haldið áfram]. Ísland er ekki vondur stimpill fyrir bankana, en í augnablikinu þá á Ísland erfitt með að taka lán vegna þess að menn óttast að Ísland kunni kannski að þurfa að bera ábyrgð á skuldum bankakerfisins. Þannig að það er til ákveðið bankaálag en það er ekkert Íslandsálag til. Þannig að menn verða að gæta sín og tala um hlutina með réttum hætti."
"Atlagan gegn krónunni sem verið hefur er afskaplega ógæfuleg og óskiljaleg í rauninni og menn eiga ekki að leyfa sér hana um þessar mundir. Sjálfsagt er að ræða öll mál, Evrópumál, gjaldmiðlamál og þess háttar mál, en menn eiga ekki að láta það trufla sig og gefa í skyn og gefa fólki til kynna að menn geti leyst úr einhverjum vandamálum, sem menn eru með núna, með einhverjum töfraráðum af því bragði. Það eru lýðskrumarar af versta tagi sem þannig haga sér og maður hlýtur að hafa á þeim mikla skömm og mikla fyrirlitningu"
Þetta er brot úr viðtali við Davíð Oddsson á Stöð 2 um daginn.
Hvað er hægt að kalla aðgerðarleysi ríkisstjórnar og Seðlabanka sem ekki hafa í allt sumar viljað nýta þær heimildir sem fyrir liggja til að styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn og þar með krónuna?
Er það ekki atlaga?
Seðlabanki Íslands er eini seðlabankinn í heiminum sem ekki hefur stigið inn með einhverju móti til að aðstoða fjármálageirann. Tilfinningin er sú, að Seðlabanki Íslands sé bara hvergi, sé bara ekki til staðar, er haft eftir Beat Siegenthaler, helsta greinandans hjá TD Securities í London.
Var Davíð að tala varlega þegar hann talar um mikla skömm og mikla fyrirlitningu?
Gott að hann sé búinn að læra...
![]() |
Davíð: Menn tali varlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Björgvin !
3.10.2008 | 12:02
Talaðu um það sem þú veist.
Ekki um það sem þú veist ekkert um...
![]() |
Engin hætta á olíukreppu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það verða engin tíðindi í dag
3.10.2008 | 11:19
...önnur en þau að tíðinda verði að vænta um helgina.
En þá verða þau auðvitað að koma ef allt á ekki að hrynja.
Ásamt uppgjöri á því hvað þessi roluskapur við útvegun meiri gjaldeyris með nýtingu lántökuheimildarinnar frá því í vor hefur kostað þjóðina.
![]() |
Búist við tíðindum í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
VG og Frjálslyndir vilja melda pass
3.10.2008 | 11:00
Þetta upphlaup VG og Frjálslyndra sýnir kannski fram á að flokkarnir eru jafn ráðalausir og ríkisstjórnin og í vonleysi sínu vilja þau að stjórnarskráin verði brotin til að þurfa ekki að ræða málið efnislega heldur geta haldið áfram í fyrirsagnaumræðunni.
Reyndar leggja Frjálslyndir til að þorskveiðar verði auknar, sem ég held að sé vel skoðandi, en annað kemur ekki.
![]() |
Vilja fresta umræðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |