Davíð vill að menn tali varlega

Það er gott að sjá að Davíð skuli nú tala um að menn ættu að tala varlega.

"Sá vandi sem við erum að glíma við núna hefur ekki nokkurn skapaðan hlut með krónuna að gera. [...bara þá sem vilja selja hana fyrir gjaldeyri] Þannig að ég held nú að ábyrgir aðilar ættu nú að gæta sín og ég er mjög hissa þegar ég sé talsmenn banka eins og Greiningardeildar Glitnis tala um að menn séu í vandræðum vegna Íslandsálagsins, eins og það er kallað [Voru Glitnismenn ekki í vandræðum?]. Þetta er afskaplega ósvífin yfirlýsing vegna þess að Ísland er skuldlaust land, en Ísland er ekki að fá lán á þeim kjörum sem það vill vegna bankaálagsins, þannig að menn verða að hafa hlutina í réttu samhengi [...athyglisvert að hann skuli hafa þjóðnýtt bankann í framhaldinu, en ekki veitt þrautavaralán til að hann gæti haldið áfram]. Ísland er ekki vondur stimpill fyrir bankana, en í augnablikinu þá á Ísland erfitt með að taka lán vegna þess að menn óttast að Ísland kunni kannski að þurfa að bera ábyrgð á skuldum bankakerfisins. Þannig að það er til ákveðið bankaálag en það er ekkert Íslandsálag til. Þannig að menn verða að gæta sín og tala um hlutina með réttum hætti."

"Atlagan gegn krónunni sem verið hefur er afskaplega ógæfuleg og óskiljaleg í rauninni og menn eiga ekki að leyfa sér hana um þessar mundir. Sjálfsagt er að ræða öll mál, Evrópumál, gjaldmiðlamál og þess háttar mál, en menn eiga ekki að láta það trufla sig og gefa í skyn og gefa fólki til kynna að menn geti leyst úr einhverjum vandamálum, sem menn eru með núna, með einhverjum töfraráðum af því bragði. Það eru lýðskrumarar af versta tagi sem þannig haga sér og maður hlýtur að hafa á þeim mikla skömm og mikla fyrirlitningu"

Þetta er brot úr viðtali við Davíð Oddsson á Stöð 2 um daginn.

Hvað er hægt að kalla aðgerðarleysi ríkisstjórnar og Seðlabanka sem ekki hafa í allt sumar viljað nýta þær heimildir sem fyrir liggja til að styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn og þar með krónuna?

Er það ekki atlaga?

“Seðlabanki Íslands er eini seðlabankinn í heiminum sem ekki hefur stigið inn með einhverju móti til að aðstoða fjármálageirann. Tilfinningin er sú, að Seðlabanki Íslands sé bara hvergi, sé bara ekki til staðar,” er haft eftir Beat Siegenthaler, helsta greinandans hjá TD Securities í London.

Var Davíð að tala varlega þegar hann talar um mikla skömm og mikla fyrirlitningu?

Gott að hann sé búinn að læra...


mbl.is Davíð: Menn tali varlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Vandamál dagsins er að almenningur trúir frekar á dósent úr Háskólanum en á forsætisráðherra og Seðlabankastjóra.  Það er kannski ekki að undra, mennirnir lugu að þjóðinni alla síðustu helgi milli þess að þeir keyrðu glottandi þessa 300 metra á milli stjórnarráðs og Seðlabanka.

G. Valdimar Valdemarsson, 3.10.2008 kl. 14:57

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Davíð talar eins og sumir framsóknarmenn.

Sigurgeir Jónsson, 3.10.2008 kl. 23:01

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ríkissjóður Íslands ber núna að stórum hluta ábyrgð á skuldum Glitnis og mun það brátt algjörlega gulltryggja gjaldþrot sjóðsins, virka sem eins konar þrautatrygging til vara ef ske kynni að vitfirringum sem stjórna þessu landi ætlaði að mistakast að setja landið á hausinn fyrir eigendur sína. 

Baldur Fjölnisson, 3.10.2008 kl. 23:21

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

“Seðlabanki Íslands er eini seðlabankinn í heiminum sem ekki hefur stigið inn með einhverju móti til að aðstoða fjármálageirann. Tilfinningin er sú, að Seðlabanki Íslands sé bara hvergi, sé bara ekki til staðar,” er haft eftir Beat Siegenthaler, helsta greinandans hjá TD Securities í London.


Þetta var líklega afskaplega gáfulegt hjá Seðlabanka Íslands. Hvers vegna? Jú, vegna þess að ástandið er óútreiknanleg á öllum mörkuðum núna og því ber að halda fast í gjaldeyrisforðann því annars sæti þjóðin núna með sama vandamál og engan gjaldeyrisforða og jafnlélegt gengi eftir einn 10 daga. Þið fattið þetta ekki ennþá, er það? En núna á þjóðin hinsvegar vel varðveittan stærsta gjaldeyrisforða heimsins, miðað við þjóðarframleiðslu, og getur þraukað lengi ef á þarf að halda, og þarf heldur ekki að koma tómhent að samningaborðum ef á þarf að halda. Allir peningamarkaðir í ESB verða lokaðir í magra mánuði í viðbót.

Þegar það ríkir óvissa þá tekur enginn áhættu því áhættan verður að vera útreiknanleg og það er hún ekki í ÓVISSU.

Þið hafið sennilega öll vanmetið starfsmenn Seðlabanka Íslands og Davíð Oddsson.

Gunnar Rögnvaldsson, 4.10.2008 kl. 07:19

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Vandamálið stóra með heimskingja (fyrir utan þetta augljósa) er að þeir vanmeta greindarstig annarra og hefur það sannast sérlega glögglega síðustu misserin á furðulegum ruglustrumpum í vistunarúrræðum þríátta um Arnarhólinn. Ruglið í þeim virkar orðið aðeins á þá sem eru enn vitlausari en strumparnir sjálfir. Orsök - afleiðing.

Baldur Fjölnisson, 4.10.2008 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband