VG, stjórnarskráin og lýðskrum

Ekki að ég hafi neina samúð með þeim sem hafa sett okkur í þá stöðu sem við erum komin í, þeim ber siðferðileg skylda til að koma að enduruppbyggingu landsins.

En í hömlulausu lýðskrumi og vinsældakapphlaupi er eins og þingmenn VG hafi ekki hugmynd um hvað þeir gerðu þegar þeir sóru eið að stjórnarskrá lýðveldisins Íslands:

"72. gr. Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir."

Það er illa farið með almannafé að láta starfsmenn Alþingis eyða sínum tíma í að segja mönnum það sem þeir ættu að vita.

Sérstaklega núna þegar nóg er að gera hjá yfirstjórn ríkisins og gæta þarf fyllsta aðhalds á öllum sviðum.

Það liggur við að maður fari að setja þingmenn VG í flokk með Össuri Skarphéðinssyni sem hélt því fram í ræðustóli í gær að það hefði verið Seðlabanki Íslands sem hefði tekið ákvörðunina um stýrivaxtahækkunina, þótt hið rétta í málinu hefði verið hans eigin ríkisstjórn sem gerði samkomulag við IMF um það.

En ég geri þeim það ekki.


mbl.is Erfitt að kyrrsetja eignir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlutina í réttri röð

Það virðist vera að gerast að formaður Samfylkingarinnar sé að átta sig á því að hún situr í ríkisstjórn, en sé ekki í stjórnarandstöðu, eins og maður hefur því miður upplifað undanfarið, í örvæntingarfullri tilraun Samfylkingarinnar til að hlaupast undan ábyrgð.

Hún er á réttum stað að ræða um breytingar á stjórnarsáttmála. Í ræðustól Alþingis. Fyrr en búið er að breyta honum eiga ráðherrar ekki að tala með öðrum hætti, meðan þeir eru að tala sem ráðherrar.

Það er að gera hlutina í réttri röð

Varðandi gengi krónunnar, er vonandi að ríkisstjórnin leiti hófanna við Evrópubankann um að ná samkomulagi um tímabundið fastgengi, eins og við lögðum til þessari grein, sem birtist í Fréttablaðinu.

---

Til að því sé til haga haldið og í ljósi þeirrar umræðu sem er í gangi í samfélaginu núna, hef ég djúpa sannfæringu fyrir því að Geir H Haarde hafi tekið sínar ákvarðanir af fullum heilindum og trúnaði við   hagsmuni íslensku þjóðarinnar, þótt hann hafi brugðist í aðdraganda hrunsins, eins og svo margir. Þar geta Framsóknarmenn ekki skotið sér undan, en heldur ekki Samfylkingin, því hennar gagnrýni á viðskiptaráðherra í síðustu ríkisstjórn var helst í þá átt að sjálfstæði eftirlitsstofnanna væri ekki nægt. Björgvin virðist hins vegar hafa gleymt því öllu þegar hann settist í stól hennar, t.d. með því að hlutast til um málefni FME gagnvart bretum og taka þátt í fundum með þeim.


mbl.is Vill endurskoða ESB og Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband