VG, stjórnarskráin og lýðskrum

Ekki að ég hafi neina samúð með þeim sem hafa sett okkur í þá stöðu sem við erum komin í, þeim ber siðferðileg skylda til að koma að enduruppbyggingu landsins.

En í hömlulausu lýðskrumi og vinsældakapphlaupi er eins og þingmenn VG hafi ekki hugmynd um hvað þeir gerðu þegar þeir sóru eið að stjórnarskrá lýðveldisins Íslands:

"72. gr. Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir."

Það er illa farið með almannafé að láta starfsmenn Alþingis eyða sínum tíma í að segja mönnum það sem þeir ættu að vita.

Sérstaklega núna þegar nóg er að gera hjá yfirstjórn ríkisins og gæta þarf fyllsta aðhalds á öllum sviðum.

Það liggur við að maður fari að setja þingmenn VG í flokk með Össuri Skarphéðinssyni sem hélt því fram í ræðustóli í gær að það hefði verið Seðlabanki Íslands sem hefði tekið ákvörðunina um stýrivaxtahækkunina, þótt hið rétta í málinu hefði verið hans eigin ríkisstjórn sem gerði samkomulag við IMF um það.

En ég geri þeim það ekki.


mbl.is Erfitt að kyrrsetja eignir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: D.O.

„En í hömlulausu lýðskrumi og vinsældakapphlaupi...“ ?

Hmm... Ertu ekki í Framsóknarflokknum?

Svo má kannski benda þér á að lesa þetta aftur:

"72. gr. Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir."

Sérstaklega þetta:

„Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji.“

Ertu kannski í liði með óreiðumönnunum.

D.O., 30.10.2008 kl. 16:53

2 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Meðvirkni eða mótmæli. Mætum á Hlemmi á laugardaginn 1. Nóv kl 14:00 og göngum á Austurvöll - Ekki vera þolandi, vertu þátttakandi - Krefjumst ábyrgðar, kosningar strax!

Máni Ragnar Svansson, 30.10.2008 kl. 17:34

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er eitt sem ríkisstjórnin hefði getað gert sem er líklega ekki brot á stjórnarskrá: Taka hvert einasta útrásarpappírsfyrirtæki í gjörgæslu og rannsaka bókhald þess ofan í kjölinn til að sjá hvort fjármunum hefði verið skotið undan. Skylda síðan félög á vegum eigenda Landsbankans til að nýta fjármunina upp í skuldbindingar IceSave.

En eru þá ekki neyðarlögin líka brot á stjórnarskrá? Þau fela í sér eignaupptöku á fyrirtækjum og leyfi til að ógilda fjármálagjörninga mánuð aftur í tímann.

Theódór Norðkvist, 30.10.2008 kl. 20:49

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það mætti kannski hnykkja á eignarétti fólksins (þjóðarinnar) á auðlindum landsins áður en þessu verður vrpað í hendur alþjóðafyrirtækja með milligöngu IMF eins og nú er verið að gera.

Það þarf að setja skýrt í stjórnarskrá að náttúruaulindir þjóðarinnar, séu sameign hennar og að þeim verði ekki ráðstafað nema með þjóðaratkvæðagreiðslu. Það skal heldur ekki reikna hana sem höfuðstól í viðskiptum eða áhættuveð. 

Nú þegar Glóbalístabatterí eins og IMF og PJ Morgan Chase eru hér með tögl og hagldir, þá mun þetta gerast og gott ef það er ekki eitt af þessum myrku leyndarmálum í skilmálum IMF. Líklega, það er reynslan af sjóðnum og nánast undantekningalaust skilyrði.

Það þarf að gera eitthvað í þessu strax áður en við glötum sjálfstæði okkar og sjálfræði, sem byggist á þessum þáttum. Auðlindum, sem erlend öfl vilja eignast, eins og berlega kom í ljós, þegar Bear og Stern reyndi að shorta landinu og Davíð kallaði samsæri. Nú er það kompaní deild í PJ Morgan.

Eru menn að átta sig á hvað er í húfi? Er ekki komið nóg af lýðskruminu og tími á að verja landið?  Ísland þarf ekki her eða hervernd. Það mun aldrei verða ráðist á það. Hinsvegar þarf vernd gegn efnahagshryðjuverkaárásum sem þessum. Það eru þau stríð sem steypa þjóðum í dag. Ekki byssur og sprengjur. Er mönnum að verða þetta ljóst?

Jón Steinar Ragnarsson, 30.10.2008 kl. 21:03

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

D.O: Þú verður að útskýra þetta frekar. Eignarnámsrétturinn er afar skýrt skilgreindur og ég get ómögulega séð að hann geti átt við um þetta.

Theodór: Ég veit ekki betur en að fv ríkissaksóknari sé einmitt kominn í það verkefni.

Jón: Mæltu manna heilastur. Verst að við getum ekki breytt stjórnarskránni einn tveir og þrír.

Gestur Guðjónsson, 31.10.2008 kl. 12:20

6 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

D.O.: Þökk fyrir ábendinguna um eignarnám. En lastu niðurlagið? ".. komi fullt verð fyrir." Það má taka land með eignarnámi, en þá verður að borga fullt verð fyrir það. Hvernig ætlar þú að taka eignir af útrásarmönnum, ef þú þarft að afhenda þeim jafnmiklar eignir í staðinn?

Gestur, mér finnst grein þín vera snilld. Þó við séum sárir út í fjárglæframenn, þá skal "með lögum land byggja". Við vinnum enga frækilega sigra með hvatvísi og hamslausri reiði. Slík viðbrögð gagnrýnum við Gordon Brown fyrir - og það með réttu. Við skulum bara ekkert fara niður á það plan!

Það er réttlætanlegt að við íslenska þjóðin séum reið, en við þurfum samt að telja upp að tíu og anda rólega fyrst, áður en við grípum til aðgerða.

Einar Sigurbergur Arason, 31.10.2008 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband