Slæmt að Alþingismönnum sé ekki treystandi

Ríkisstjórnin er í erfiðri stöðu.

Hún hefur gert samning fyrir sitt leiti sem stjórn IMF á eftir að samþykkja og áður en það er gert má Alþingi ekki fjalla um efni hans né fá að sjá hann.

Þannig mun Alþingi meira og minna standa frammi fyrir orðnum hlut, sem í besta falli á mörkum þess að vera brot á Stjórnarskránni, ef eitthvað í samningnum krefst lagabreytingar eða annarar afgreiðslu Alþingis.

Auðvitað getur Alþingi hafnað samningnum, en það gerir náttúrulega ekki nokkur heilvita maður, sama hversu erfitt væri að kyngja einhverjum hlutum hans.

Ef á Alþingi sæti fólk sem héldi trúnað gætu menn fjallað um samninginn og afgreitt hann af hálfu Alþingis strax, í samræmi við þingsköp Alþingis:

"69. gr. Þingfundir skulu haldnir í heyranda hljóði. Þó getur forseti lagt til eða þingmaður óskað þess að öllum utanþingsmönnum sé vísað á braut og sker þá þingið úr því hvort svo skuli gert og umræður fara fram í heyranda hljóði eða fyrir luktum dyrum, sbr. 57. gr. stjórnarskrárinnar."

Það er sorgleg staðreynd og þungur áfellisdómur yfir þingmönnum okkar þjóðar að mönnum skuli ekki detta í hug að nýta sér þetta ákvæði, til að lögmæti gerningsins væri hafinn yfir allan vafa.


mbl.is Óbarinn seðlabankastjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er ekki lýðræði og getur ekki staðist stjórnarskrá og almenn lög um opið stjórnkerfi. Þetta skoðast einvörðungu sem hljóðlátt valdarán þar sem þremenningaklíkan ISG Geir og Davíð skipta fjöreggi þjóðarinnar með auðhringum og risabönkum í rökkvuðum bakherbergjum.

Ef þessu linnir ekki og ef stjórnarandstaða og þingheimur ætlar að láta þetta gott heita, þá verður að gera byltingu. Í alvöru talað. Er enginn að sjá hvað er í gangi? Af hverju heldur fólk að þessar upplýsingar þoli ekki dagsins ljós?  Þetta eru landráð!

Jón Steinar Ragnarsson, 31.10.2008 kl. 18:16

2 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Það er ekki bara ríkisstjórnin sem treystir ekki þinginu. Þorri fólks í landinu hefur misst tiltrú á alþingi, ríkisstjórn og stjórnmálamönnum yfirleitt. Kallar eftir nýliðun þarna inn, eða þá nýju stjórnmálaafli.

Hvað er til ráða?

Ef nýr stjórnmálaflokkur verður stofnaður, þá er hætta á stjórnarkreppu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi verið ofvaxinn vegna þess að þeim gekk vel að benda á hina flokkana og segja: Þeir eru svo margir. Án okkar verður margra flokka ríkisstjórn þar sem allir eru svo ósammála að ekkert verður gert af viti.

Nýliðun innan stjórnmálaflokkanna er betri kostur. Og vonandi að eðlilegra valdajafnvægi verði til í næstu þingkosningum. Þegar eini kosturinn á tveggja flokka stjórn felur í sér þátttöku sjálfstæðismanna, þá hefur sá flokkur óeðlilega mikil völd, þá finna kjósendur sig ekki geta kosið nýtt stjórnarmynstur - nema þá helst að kjósa vinstri græna.

Að lokum spyr ég sem framsóknarmaður: Er rétti staðurinn fyrir okkar flokk að vera varahjól fyrir sjálfstæðismenn þegar á að mynda stjórn?

Svo mikið er víst að kjósendur eru ekki líklegir til að kjósa okkur upp á þá ímynd.

Einar Sigurbergur Arason, 31.10.2008 kl. 20:38

3 Smámynd: Starbuck

Hvers vegna pukur og leynd?  Er IMF á móti lýðræðislegum vinnubrögðum?  Hvað í ósköpunum getur verið svo viðkvæmt í þessum samningi að alþingismenn megi ekki vita það og fá að vega það og meta og tjá sína skoðun á því?  Það er megn skítafýla af þessu öllu saman.

Starbuck, 31.10.2008 kl. 22:34

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Einar: Við þurfum nýliðun núna. Stjórnmál gömlu slagsmálanna milli fjölskyldnanna fjórtán, SÍS og ASÍ, kommúnisma og kapítalisma hafa gengið sér til húðar.

Það er kominn tími til þess að flokkarnir móti sér stefnur eftir eigin sannfæringu og reyni að framfylgja henni í kosningum og í stjórnarmyndunarviðræðum. Gallupkosningabaráttur hljóta að heyra sögunni til. Þjóðin þarf að velja sér leiðsögn, ekki að velja útfrá því hver sé með flottasta gottapokann.

Íslendingar gera samning við IMF, sem virðist hafa þá vinnureglu að stjórnin eigi að fá að sjá samninginn fyrst áður en þeir samþykkja hann.

Við því er ekkert að gera, samningurinn hlýtur að verða kynntur Alþingi sama dag og í honum hljóta að vera atriði sem Alþingi þarf að afgreiða og hafa lítið um hann að segja, fyrst ríkisstjórnin treystir Alþingi ekki til að fjalla um málið bakvið luktar dyr er ekki hægt að láta þá umræðu fara fram.

Það er slæmt.

En það er alveg rétt að þessi vinnubrögð eru ekki

Gestur Guðjónsson, 1.11.2008 kl. 17:41

5 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

"Við þurfum nýliðun núna."

Hjartanlega sammála því.

Einar Sigurbergur Arason, 2.11.2008 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband