Samfylkingin flýr í árásir á Davíð Oddsson

Aðferð Samfylkingarinnar til að hlaupast undan ábyrgð og fela eigin axarsköft þessa dagana er að ráðast á Davíð Oddsson.

Verið er að innleysa það að öllum sé ljós persónuleg óvild Ingibjargar Sólrúnar og Davíðs. Þessu ímyndarstríði er áfram haldið til að reyna að halda umræðunni frá öðru.

Nú síðast segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir í Markaðnum að reka ætti Davíð Oddsson fyrir að leiðrétta lygar ráðherra ríkisstjórnarinnar. Hún sleppir því algerlega að nefna það að Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra Samfylkingarinnar fór greinilega rangt með í ræðustól á Alþingi.

Skiptir það engu máli?

Það er ódýrt að segja að ráðning Seðlabankastjóra sé á könnu forsætisráðherra og þar með sé það ekki mál Samfylkingarinnar. Samfylkingin er í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og ef Samfylkingin telur að Davíð sé slík orsök vandans og brottvikning hans sé forsenda allra framfara, sem ég ætla ekki að leggja mat á núna hvort sé rétt, ber henni skylda til að hóta stjórnarslitum ef það gerist ekki.

Það á ekki að gerast í fjölmiðlum, heldur við ríkisstjórnarborðið. Í trúnaði.

Allt annað er lýðskrum og það ósamlyndi sem Samfylkingin er að róa að með þessum hætti er þjóðinni stórskaðlegt.

Ríkisstjórnin á að fara að ráðleggingu Jóns Sigurðssonar fv. formanns Framsóknar: Við eigum að standa saman og viðurkenna okkar ábyrgð.


mbl.is Ingibjörg segir Davíð skaða orðsporið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sko, þegar gjörsamlega vanhæfur seðlabankastjóri fæst ekki til að segja af sér, og ríkisstjórnin passar seðlabankastjóra, þá verður að segja eitthvað.

Væri það ekki meiri heigulsháttur að kvarta ekki undan Davíði Oddssyni heldur láta hann starfa áfram? Keisarinn er nakinn, maðurinn er óhæfur, það er svo gott sem óumdeilt! Hann verður að víkja! Það á ekki að vera pólitíkus í þessu embætti og það ætti að vera fjári augljóst.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 13:21

2 identicon

Standa saman? Viðurkenna okkar ábyrgð? Og svo hvað? Eigum við að laga efnahaginn með því að... hvað, "hætta að dvelja í fortíðinni og líta til framtíðar"? Nei, hvað? Geturðu verið aðeins nákvæmari?

Það ert þú sem ert að nýta tækifærið og spila pólitík þegar við ættum að standa saman. Telur þú seðlabankastjóra hæfan? Það er spurningin hérna, ekki hvað Össur sagði einhvern tíma á þingi, það kemur þessu tiltekna efni nákvæmlega ekki neitt við.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 13:23

3 identicon

Hvað er Samfylkingin annars að fela?? Hefur hún verið að stjórna efnahagsmálum s.l. 17 ár? Ég held þú hljótir að hafa étið úldið smér. Burt með Davið og aðra landráðamenn sem spila fjárhættuspil með þjóðina, leggja hana undir í póker.

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 14:04

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Helgi og Gaui. Lesið pistilinn aftur. Ég er ekkert að verja DO. Samfylkingin verður að átta sig á því að hún er í stjórn og haga sér samkvæmt því. Hún getur alveg komið sínum sjónarmiðum í gegn.

Í raun er ISG að ráðast harkalega að Geir H Haarde, ekki DO.

Eins og hún hagar sér núna, með þessum yfirlýsingum lætur hún eins og hún ráði í raun engu. Sé algert viðhengi Sjálfstæðisflokksins.

Er það kannski svo?

Gestur Guðjónsson, 1.11.2008 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband