Slæmt að Alþingismönnum sé ekki treystandi
31.10.2008 | 12:34
Ríkisstjórnin er í erfiðri stöðu.
Hún hefur gert samning fyrir sitt leiti sem stjórn IMF á eftir að samþykkja og áður en það er gert má Alþingi ekki fjalla um efni hans né fá að sjá hann.
Þannig mun Alþingi meira og minna standa frammi fyrir orðnum hlut, sem í besta falli á mörkum þess að vera brot á Stjórnarskránni, ef eitthvað í samningnum krefst lagabreytingar eða annarar afgreiðslu Alþingis.
Auðvitað getur Alþingi hafnað samningnum, en það gerir náttúrulega ekki nokkur heilvita maður, sama hversu erfitt væri að kyngja einhverjum hlutum hans.
Ef á Alþingi sæti fólk sem héldi trúnað gætu menn fjallað um samninginn og afgreitt hann af hálfu Alþingis strax, í samræmi við þingsköp Alþingis:
"69. gr. Þingfundir skulu haldnir í heyranda hljóði. Þó getur forseti lagt til eða þingmaður óskað þess að öllum utanþingsmönnum sé vísað á braut og sker þá þingið úr því hvort svo skuli gert og umræður fara fram í heyranda hljóði eða fyrir luktum dyrum, sbr. 57. gr. stjórnarskrárinnar."
Það er sorgleg staðreynd og þungur áfellisdómur yfir þingmönnum okkar þjóðar að mönnum skuli ekki detta í hug að nýta sér þetta ákvæði, til að lögmæti gerningsins væri hafinn yfir allan vafa.
![]() |
Óbarinn seðlabankastjóri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |