Vill Björgólfur láta sjá sig aftur á Íslandi?

Icesave Landsbankans hefur kostað Íslendinga fjármálalega æru sína næstu áratugina. Ráðamenn þjóðarinnar gulltryggðu það með fáránlegum yfirlýsingum sínum í framhaldinu, sem líklegast kostuðu okkur Kaupþing.

Við verðum lengi að byggja upp traustið og borga af þeim lánum sem ríkið þarf að taka vegna þessa alls.

Rétt áður en Icesave féll, voru erlendar eignir Landsbankans seldar Straumi, sem er að stórum hluta í eigu Björgólfanna. Það lítur út eins og þeir hafi reynt að flýja með verðmætin út úr Landsbankanum sem riðaði til falls, vegna Icesave. Það fall var fyrirséð þeim sem til þekktu og þar með þeim sjálfum, en falli Icesave var spáð í mín eyru fyrir nokkrum mánuðum síðan, en ég mótmælti þá þar sem ég hafði heyrt að þeir ætluðu að leggja öll innlánin fyrir til að styrkja grundvöll bankans, sem komið hefur á daginn að ekki var staðið við.

Samson er látið falla, til að láta líta út fyrir að þeir feðgar séu að tapa miklum hluta auðæfa sinna, en Björgúlfur Thor hefur nú lýst því yfir að eignir Novators séu ekki í neinu söluferli. Staðan sé trygg. 

Björgólfarnir ætla sem sagt að reyna að komast upp með að setja Landsbankann á hausinn án þess að verða fyrir tilfinnanlegu tjóni sjálfir.

Það er eitthvað sem íslensk þjóðarsál á erfitt með að samþykkja.

Ég hef heyrt að Actavis sé uþb 1.000 milljarða virði, sem er af svipaðri stærðargráðu og tap þjóðarinnar á því að Kaupþing féll með hjálp Davíðs, Össurar og Árna Matt.

Eina leið þeirra feðga til að fá lendingarleyfi fyrir einkaþotunni og geta gengið óáreittir meðal Íslendinga í framtíðinni er að þeir greiði fyrir það tjón sem þeir hafa valdið þjóðinni, fyrst þeir eru borgunarmenn fyrir því.


mbl.is Bretar settu 1% í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég ákalla Samfylkinguna

Þrátt fyrir eðlilega kröfu starfandi formanns ykkar og varaformanns um að skipt verði um í yfirstjórn Seðlabankans, megið þið undir engum kringumstæðum slíta stjórnarsamstarfinu.

Þið sömduð því miður af ykkur þingrofsréttinn í stjórnarmyndunarviðræðunum, sem skrifa má á reynsluleysi og ákafa, þannig að Sjálfstæðisflokkurinn getur, í stað þess að boða til kosninga, auðveldlega samið við VG um myndun einangrunarstjórnar, þar sem landið lokaði sig af, öll eðlileg viðskipti við útlönd yrðu í skötulíki og þjóðfélagið færi á norður kóreskt stig.

Ræða Steingríms J Sigfússonar á eldhúsdegi var á þeim nótum að það er greinilega búið að tala við hann um stjórnarmyndun.

Það má aldrei verða.

Því verðið þið að þreyja þorrann og reyna að hafa eins jákvæð áhrif á Sjálfstæðisflokkinn og þið mögulega getið, jafnvel þótt Geir Haarderi brottvikningu Davíðs úr Seðlabankanum.

Gangi ykkur vel og Guð varðveiti Ísland.


mbl.is Mjög óvinveitt aðgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr lagasafni Alþingis

Össur Skarphéðinsson og Davíð Oddsson ættu að fara að kynna sér þessa texta.

Almenn hegningarlög nr. 19 12. febrúar 1940

X. kafli. Landráð.

88. gr. [Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið eða hlutist til um málefni þess, svo og hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með móðgunum, líkamsárásum, eignaspjöllum og öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta ...1) fangelsi allt að 6 árum. Ef brot þykir mjög smávægilegt, má beita sektarhegningu.]2)

91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.

Lögreglulög nr. 90 13. júní 1996

5. gr. Ríkislögreglustjóri

2. Sérstök verkefni sem ríkislögreglustjóra ber að hafa með höndum eru:

   a. að starfrækja lögreglurannsóknardeild sem rannsakar skatta- og efnahagsbrot,

   b. að starfrækja lögreglurannsóknardeild og greiningardeild sem rannsakar landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess og leggur mat á hættu á hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi

 Ég er ekki frá því að það hefði verið betra að fá flugskeyti send frá bretlandi en þá meðferð sem við fengum frá bretum í gær.


Takk Davíð!!! Takk Geir!!!

Afleiðingar orða Davíðs Oddssonar um að við ætlum að haga okkur eins og ótýndir glæpamenn og standa ekki við orð okkar, virðast ætla að kosta Íslendinga upphæðir sem við, börn okkar og barnabörn okkar munu verða lengi að greiða niður.

Banki í góðum rekstri, með nægt laust fé, gott eignasafn og með góðan stuðning heimanfrá þolir ekki að seðlabankastjóri, sá embættismaður sem á að standa hvað harðast með þeim, lýsi því yfir að við ætlum að haga okkur eins og forfeður okkar á víkingatímanum og fara um nágrannalöndin rænandi og ruplandi.

Við slíkum yfirlýsingum er beitt lögum við hæfi:

Hryðjuverkalögum.

Framkoma Breta gangvart okkur er með þeim ólíkindum að það hlýtur að hafa djúpstæð áhrif á samskipti landanna, en þeim til varnar verður jú að hafa í huga að þeir eru vanir því að það sé að marka það sem seðlabankastjórar segja.

Geir H Haarde þarf að útskýra fyrir okkur sem erum Íslendingar í dag og eins þeim sem á eftir koma hví hann leggur traust sitt á slíkan mann, hví í ósköpunum honum er leyft að fara í fjölmiðla og hví í ósköpunum hann bregst ekki við yfirlýsingu seðlabankastjóra fyrr en fleiri, fleiri klukkustundum síðar. Ekki fyrr en skaðinn er skeður. Reyndar tók Geir  undir orð hans og sagði allt í lagi að fara dómstólaleiðina! Allt í lagi!, Er ekki allt í lagi með menn?

Þetta hefði átt að leiðréttast fyrir miðnætti í seinasta lagi.


mbl.is FME yfirtekur Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband