Takk Davíð!!! Takk Geir!!!

Afleiðingar orða Davíðs Oddssonar um að við ætlum að haga okkur eins og ótýndir glæpamenn og standa ekki við orð okkar, virðast ætla að kosta Íslendinga upphæðir sem við, börn okkar og barnabörn okkar munu verða lengi að greiða niður.

Banki í góðum rekstri, með nægt laust fé, gott eignasafn og með góðan stuðning heimanfrá þolir ekki að seðlabankastjóri, sá embættismaður sem á að standa hvað harðast með þeim, lýsi því yfir að við ætlum að haga okkur eins og forfeður okkar á víkingatímanum og fara um nágrannalöndin rænandi og ruplandi.

Við slíkum yfirlýsingum er beitt lögum við hæfi:

Hryðjuverkalögum.

Framkoma Breta gangvart okkur er með þeim ólíkindum að það hlýtur að hafa djúpstæð áhrif á samskipti landanna, en þeim til varnar verður jú að hafa í huga að þeir eru vanir því að það sé að marka það sem seðlabankastjórar segja.

Geir H Haarde þarf að útskýra fyrir okkur sem erum Íslendingar í dag og eins þeim sem á eftir koma hví hann leggur traust sitt á slíkan mann, hví í ósköpunum honum er leyft að fara í fjölmiðla og hví í ósköpunum hann bregst ekki við yfirlýsingu seðlabankastjóra fyrr en fleiri, fleiri klukkustundum síðar. Ekki fyrr en skaðinn er skeður. Reyndar tók Geir  undir orð hans og sagði allt í lagi að fara dómstólaleiðina! Allt í lagi!, Er ekki allt í lagi með menn?

Þetta hefði átt að leiðréttast fyrir miðnætti í seinasta lagi.


mbl.is FME yfirtekur Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Orð eru dýr, alveg rándýr við þessar aðstæður. 

Árni Gunnarsson, 9.10.2008 kl. 12:38

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

- Úrdr. úr X. kafla almennra hegningarlaga -

91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.
Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með …1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.

Við skulum vona fyrir hönd allra hlutaðeigandi að þeir muni geta borið við gáleysi þegar þar að kemur.

P.S. Vek enn og aftur athygli á undirskriftasöfnuninni til áskorunar um afsögn stjórnarformanns Seðlabankans.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.10.2008 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband