Bjarni
10.11.2008 | 23:41
Bjarni, Bjarni, Bjarni, Bjarni
Þetta er heiðarlegt bréf til Valgerðar, hreinskiptin samskipti manna sem eru ósammála henni, ósáttir við hana og koma því á framfæri í trúnaði við hana, með skýrri ósk um viðbrögð frá henni, þá á sama vettvangi.
Þetta trúnaðarbrot gagnvart þessum góðu Framsóknarmönnum, sem ég er reyndar ekki sammála, er af þeim toga að það tekur ekki nokkru tali.
Ætla ekki að skrifa um það brot sem þú hefur framið gagnvart Valgerði og þingflokknum. Það á ekki heima á þessum vettvangi.
...svona gerum við uppsveitamenn ekki.
![]() |
Bréf til Valgerðar fór á alla fjölmiðla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er Sjálfstæðisflokkurinn einn í stjórn?
10.11.2008 | 14:15
Eins og ríkisstjórnin kemur manni fyrir sjónir þessa dagana er eins og Samfylkingin sé ekki lengur í ríkisstjórn, heldur sé komin í stjórnarandstöðu.
Að vísu eru stólarnir of þægilegir til að hún geti komið fram af hreinskilni og standi upp úr þeim, svo hægt væri þá að koma á starfhæfri ríkisstjórn, milli núverandi þingflokka eða hlutum þeirra, eða þá með því að koma á utanþingsstjórn.
Þess í stað er gapað út og suður, án nokkurs samræmis. Össur segir að bretar standi í vegi fyrir IMF afgreiðslunni, þrátt fyrir að Geir hafi haldið öðru fram skömmu áður.
Hvort sem rétt er, verða ráðherrar ríkisstjórnarinnar að koma fram sem einn maður og tala sömu röddu, þeim ber einfaldlega skylda til þess. Annað er þjóðfélaginu allt of dýrt.
Þessi ábyrgðarflótti, eins og þetta tal um nýjan stjórnarsáttmála er, meðan nýr stjórnarsáttmáli liggur í raunnini fyrir í formi IMF viljayfirlýsingarinnar, er til þess ætlaður að færa athyglina frá því sem virkilega skiptir máli, það er að koma fjármálakerfinu aftur í gang og hindra algert hrun efnahagslífsins.
Það er eins og Samfylkingin vilji ekki taka þátt í því starfi, eða hvað?
![]() |
Vilja nýjan stjórnarsáttmála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Frábær heimildavinna um framkvæmdastjórnafundadagskrá IMF !
10.11.2008 | 11:23
Vísir.is birtir frétt þess efnis að á heimasíðu IMF sé afgreiðsla á erindi Íslands ekki á dagskrá framkvæmdastjórnarfunda sjóðsins. Eyjan tekur fréttina einnig upp.
Stóra fréttin þeirra er að afgreiðsla erindis Íslands sé ekki á dagskrá þessa vikuna. Það er svosem líklegt, enda virðist ekki búið að safna lánsfé nema að tveimur þriðju, ef lán IMF er tekið með.
En ég held að menn ættu nú að lesa aðeins betur áður en menn slá svona upp.
Á heimasíðu IMF kemur nefnilega fram að dagskrá fundanna var síðast uppfærð 30. október. Það er sem sagt ekkert að marka þessa dagskrá.