Er Sjálfstæðisflokkurinn einn í stjórn?

Eins og ríkisstjórnin kemur manni fyrir sjónir þessa dagana er eins og Samfylkingin sé ekki lengur í ríkisstjórn, heldur sé komin í stjórnarandstöðu.

Að vísu eru stólarnir of þægilegir til að hún geti komið fram af hreinskilni og standi upp úr þeim, svo hægt væri þá að koma á starfhæfri ríkisstjórn, milli núverandi þingflokka eða hlutum þeirra, eða þá með því að koma á utanþingsstjórn.

Þess í stað er gapað út og suður, án nokkurs samræmis. Össur segir að bretar standi í vegi fyrir IMF afgreiðslunni, þrátt fyrir að Geir hafi haldið öðru fram skömmu áður.

Hvort sem rétt er, verða ráðherrar ríkisstjórnarinnar að koma fram sem einn maður og tala sömu röddu, þeim ber einfaldlega skylda til þess. Annað er þjóðfélaginu allt of dýrt.

Þessi ábyrgðarflótti, eins og þetta tal um nýjan stjórnarsáttmála er, meðan nýr stjórnarsáttmáli liggur í raunnini fyrir í formi IMF viljayfirlýsingarinnar, er til þess ætlaður að færa athyglina frá því sem virkilega skiptir máli, það er að koma fjármálakerfinu aftur í gang og hindra algert hrun efnahagslífsins.

Það er eins og Samfylkingin vilji ekki taka þátt í því starfi, eða hvað?


mbl.is Vilja nýjan stjórnarsáttmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Kosningar yrðu salt í sár þjóðarinnar

Krafan um kosningar til Alþingis er hávær um þessar mundir, enda mikil óánægja í þjóðfélaginu. En hvað myndi breytast við nýjar kosningar? Framsókn minnkar jafnt og þétt, Frjálslyndir við það að þurrkast út. Samfylking með aukningu um 5-7%, Sjálfstæðisflokkur með 5-10% atkvæðatap og Vinstri grænir með einhverja aukningu. Hvernig stjórn kæmi svo í kjölfarið? Heldur fólk að það sé gott fyrir þjóðarbúið að fá VG inn í stjórn landsins? VG er að margra mati óstjórntækt afl sakir afturhalds og almennra leiðinda í flestum málum. Kosningar nú yrðu bara til að auka vanda okkar og strá frekara salti í sár þjóðarinnar.

Björn Birgisson, 10.11.2008 kl. 20:16

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Mikið er ég sammála ykkur.

Ragnar Gunnlaugsson, 10.11.2008 kl. 23:16

3 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

"Kosningar yrðu salt í sár þjóðarinnar..." (Björn)

Kannski það. Ég held að þessi krafa um kosningar sé vegna vonbrigða með hvernig stjórnmálin hafa þróast, og margir eru bara óhressir með alla flokka og alla stjórnmálamenn. Menn svona bíða eftir að við fáum einhvern eða einhverja Obama, einhverjar nýjar raddir sem tali í okkur von.

Ég hef sjálfur undirritað kröfu um kosningar á kjosa.is. Ég held þó að til að þær breyti einhverju til hins betra þurfi fleira að breytast áður en þær verða, fólk þurfi að sjá raunverulegan valkost. Núna eru stjórnmálin í tómarúmi.

En hvað gæti gefið nýja von? Eigum við lausnir?

Einar Sigurbergur Arason, 11.11.2008 kl. 04:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband