Kennum öðrum um!!!

Þau eru stórmannleg orð sem koma frá Samfylkingunni þessa dagana. Allt er öðrum að kenna. Sjálfsgagnrýnin er engin. Það eru hættuleg öfl sem ekki kunna að líta í eigin barm og fara yfir það sem gert hefur verið. Það tryggir bara að sömu mistökin verði endurtekin. Framsókn ber vissulega sína ábyrgð á því lagaumhverfi sem var við lýði við lok síðasta kjörtímabils, en sú ríkisstjórn sem nú situr hefur ekki komið fram með neinar tillögur til breytinga á því umhverfi og hlýtur því að skiljast sem svo að hún hafi verið harla sátt við það.

Framsóknarmenn hafa í rúmt ár varað við þeirri stöðu sem þjóðarbúið stefndi í og óveðursskýjum sem stefndu að landinu erlendis frá. Því miður tóku stjórnarflokkarnir aðvörunarorð Framsóknarflokksins ekki alvarlega og því verða aðgerðarleysi stjórnarflokkanna og afneitun þeirra á stöðu efnahagsmála ekki skrifuð á reikning Framsóknarflokksins.

Nú hefur komið fram að formaður Samfylkingarinnar fékk gult ef ekki rautt aðvörunarljós í febrúar síðastliðinn.

Bankamálaráðherra kannast ekki neitt við neinn. Mat formaður Samfylkingarinnar málið þannig að ekkert væri á Seðlabankanum takandi og því þyrfti ekki að láta neinn vita, þó ekki væri nema til að kanna málið?

Ábyrgð Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins er mikil.

Það er þörf á Framsókn við stjórn landsins, svo eitthvað fari að gerast.


mbl.is Nýja Seðlabankastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband