Pappírsframleiðsla
26.11.2008 | 22:56
Það verður áhugavert að sjá hvaða aðferðir verða notaðar við að reyna að koma í veg fyrir þetta góða verkefni.
Pappírsframleiðsla á Íslandi og á þessum stað virðist við fyrstu sýn vera mjög heppileg.
Helstu umhverfisáhrif pappírsframleiðslu geta verið:
- Orkunotkun - ekki vandamál í þessu tilfelli
- Vatnsnotkun - ekki vandamál í þessu tilfelli að því gefnu að hreinsun notaðs vatns sé í lagi.
- Felling skóga - ef endurnýttur pappír, innlend grisjun er nýtt sem og sjálfbær skógur er það ekki vandamál
- Efnanotkun - þar sem um nýja verksmiðju er að ræða er hægt að gera ítrustu kröfur um meðhöndlun efna, en ýmis hættuleg efni eru notuð við pappírsframleiðslu.
- Fastur úrgangur - líklegast helstu umhverfisáhrif þessarar verksmiðju - en þar sem ekki er um prentpappír að ræða ættu þau áhrif ekki að vera eins mikil og hjá öðrum pappírsverksmiðjum. Heppilegt að verið sé að vinna svæðisáætlun um úrgang sem gæti þar með tekið tillit til þessarar verksmiðju.
- Útblástur, koltvísýringur, brennisteinsvetni og brennisteinsoxíð og fleira. Spurning hvort ekki sé hægt að samnýta þau hreinsivirki sem verður að setja upp í Hellisheiðarvirkjun.
![]() |
Pappírsverksmiðja á Hellisheiði? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spillingarvá fyrir dyrum
26.11.2008 | 14:31
Nú þegar búið er að skipa pólitísk bankaráð nýju ríkisbankanna, þeirra fyrirtækja sem munu taka ákvarðanir um örlög fjölda fyrirtækja og einstaklinga á næstu misserum verður að gæta sín verulega á því að vinnubrögð spillingar nái ekki að skjóta rótum. Framsókn var ekki saklaus í þeim efnum í tíð gömlu ríkisbankanna, en flokkurinn hefur sem betur fer lært af þeirri vitleysu og vill ekki aftur í moldarkofana í þeim efnum:
Miðstjórn Framsóknarflokksins krefst þess að settar verði skýrar og gegnsæjar reglur um hvernig farið verður með afskriftir skulda og skuldbreytingar viðskiptavina nýju ríkisbankanna og varar sterklega við þeirri hættu sem hefur skapast að eignum ríkisbankanna kunni að verða ráðstafað á grundvelli pólitískra tengsla en ekki á viðskiptalegum forsendum."
Það er þörf á Framsókn við stjórn landsins.
![]() |
Notuðu peningamarkaðssjóði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Að þekkja starfslýsingu sína
26.11.2008 | 10:55
Forseti lýðveldisins Íslands starfar samkvæmt starfslýsingu, sem ekki er löng. Mérsýnist hún vera í um 30 liðum.
Hún er annars vegar í Stjórnarskrá Íslands og hins vegar í lögum um Stjórnarráð Íslands.
Forsetinn hefur svarið eiðstaf að öðrum hluta þessarar starfslýsingar, Stjórnarskrárinnar.
Í henni stendur skýrum stöfum í 9. grein að laun forseta megi ekki lækka.
Samt leggur forsetinn það til að laun hans verði lækkuð.
Er eitthvað fleira í starfslýsingu forsetans sem hann er óklár á?
Ef honum finnst hún eitthvað óljós ber honum skylda til að láta leiðrétta það.
![]() |
Engin niðurstaða hjá Kjararáði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |