Heftum höftin
27.11.2008 | 21:57
Moldarkofalausnir heimastjórnarmanna eru eitthvað sem við megum alls ekki leiða yfir þessa þjóð.
Miðstjórn Framsóknar varar sterklega við því að brugðist verði við núverandi efnahagskreppu með höftum, hækkun skatta eða öðrum þeim aðgerðum sem hindra kunna viðskipti eða fjármagnsflutninga milli landa."
Það er þörf á Framsókn við stjórn landsins.
![]() |
Geta stöðvað gjaldeyrisflutninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er Samkeppnisstofnun föst með hausinn í eigin koppi?
27.11.2008 | 16:05
Samkeppnisstofnun vill leggja flutningsjöfnun olíuvara niður.
Röksemd þeirra er sú að þeir vantreysta eigin starfsmönnum til að reikna út kostnaðarverð flutninga, og því sé hætt við að þau olíufyrirtæki sem þjónusta landsbyggðina fái of mikið úr sjóðnum, sem þau geta notað til að niðurgreiða eldsneyti á staðbundnum samkeppnismörkuðum.
Samkeppnisstofnun eyðir ekki einu einasta aukateknu orði í að ræða tilgang flutningssjóðs olíuvara.
Það sem Samkeppnisstofnun er að leggja til er að eldsneytisverð á Þórshöfn verði 3,3 krónum dýrara en í Reykjavík, eldsneytisverð á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp hækki um 5,1 krónu, Norðurfirði á Ströndum 4,3 krónur, Ísafirði um 1,1 krónur, Egilsstöðum um 1,6 krónur, Höfn 1,3 krónur, Djúpavogi um 2,5 krónur og svo framvegis.
Þessi stofnun hlýtur og verður að hafa í huga að flutningsjöfnunarsjóður er ekki búinn til í tómarúmi og hlýtur stofnunin að hafa það í huga þegar hún leggur svona lagað til. Annað væri óvönduð stjórnsýsla.
Samkeppnisstofnun hlýtur því að hafa haft samráð við byggðamálaráðherra við undirbúning þessara tillagna, enda er flutningsjöfnun olíuvara hluti af byggðastefnu ríkisstjórnarinnar og ef ríkisstjórnin ætlar að hætta þessum byggðatengdu kostnaðarjöfnun er hún farin að sýna andlit gagnvart landsbyggðinni sem maður var að vona að hún hefði ekki.
Ef Samkeppnisstofnun hefur ekki haft samráð við byggðastofnun eða haft byggðasjónarmið í huga við vinnslu þessara tillagna er hún föst með hausinn í eigin koppi og ástundar óvönduð vinnubrögð.
Ríkisstjórnin verður að svara því hvort hún hafi gert þessa breytingu á byggðastefnu sinni.
![]() |
Brugðist við efnahagsörðugleikum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tímasetningar eru gull - eða bull?
27.11.2008 | 02:25
Nú er sagt
"Það gengur ekki að kjósa í miðjum björgunaraðgerðum"
Rannsóknarnefndin á að skila af sér í nóvember 2009.
"Bíðum eftir niðurstöðum hennar"
Þegar hún skilar af sér verður allt vitlaust og mikið talað um kosningar.
"Það gengur ekki að kjósa um miðjan vetur, við þurfum líka að klára fjárlög"
Um vorið 2010 komast menn svo að því að það eru sveitastjórnarkosningar það vorið.
"Það má ekki trufla sveitastjórnarkosningar"
Þegar líður að hausti 2010 er orðið svo stutt í vor 2011 að stóra plan Geirs gengur upp.
Kosningar að loknu fullsetnu kjörtímabili.
![]() |
Rannsóknarfrumvarpi dreift |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)