Heftum höftin

Moldarkofalausnir heimastjórnarmanna eru eitthvað sem við megum alls ekki leiða yfir þessa þjóð.

„Miðstjórn Framsóknar varar sterklega við því að brugðist verði við núverandi efnahagskreppu með höftum, hækkun skatta eða öðrum þeim aðgerðum sem hindra kunna viðskipti eða fjármagnsflutninga milli landa."

Það er þörf á Framsókn við stjórn landsins.


mbl.is Geta stöðvað gjaldeyrisflutninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Gestur, sú var tíðin að Jón Sigurðsson fyrrum foringi ykkar framsóknarmanna var tamt að tala um þjóðhyggju. Ég vona að þú sért  ekki að skjóta á hann með þessu orðfæri: "Moldarkofalausnir heimastjórnarmanna"?   En af því að þér er heldur í nöp við moldarkofa langar mig að rifja upp  fyrir þér hvað Hávamál segja um slíkan húsakost í kvæði nr. 36.

Nei vandamálið er að það eru 550 milljarðar í Jöklabréfum sem bíða eftir að vera skipt í gjaldeyri sem ekki er til. Þeir sem voru við stjórn undanfarinn ár hefðu betur áttað sig á að viðvarandi viðskiptahalli kæmi okkur í koll síðar.

Það er sannarlega þörf fyrir framsókn við  stjórn landsins.

Bestu kveðjur

Sigurður Þórðarson, 28.11.2008 kl. 00:14

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sigurður. Nei, ég er ekki að skjóta á Jón Sig. Hann hefur einmitt ekki talað fyrir heimóttarlegum moldarkofalausnum. Hann vill tryggja sjálfstæði þjóðarinnar með virku alþjóðasamstarfi. Á þann hátt er þjóðhyggjunni best þjónað.

Vandamálið eru þessir milljarðar, sem ég hef reyndar heyrt að milljarðarnir séu 450 þar af 150 lausir núna, en sú tala kann að hækka.

Við eigum einfaldlega að eiga nægjanlegan gjaldeyri til að takast á við að þeir peningar vilja úr landi. Fyrr á ekki að setja krónuna á flot. Hún mun húrra niður meðan desperat peningarnir fara úr landi, og þá á vonandi sem lægstu gengi, þannig að það kosti okkur sem minnst. Því lengur sem þetta er dregið því sársaukameira verður aðgerðin. Þetta er eins og með plástur, það er best að kippa honum af, þótt það sé sárt akkurat á meðan.

Gestur Guðjónsson, 28.11.2008 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband