Felldi Kaupþing skuld menntamálaráðherra niður?

Það er alveg ljóst að svör verða að fást við þessum áburði um niðurfellingu skulda lykilstarfsmanna við Kaupþing hið fyrsta, í seinasta lagi á morgun.

Ef fótur er fyrir þessum sögusögnum, hlýtur í leiðinni að þurfa að fást svör við því hvort Kristján Arason, eiginmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, sé meðal þeirra sem fékk niðurfellt lán.

Ef það er tilfellið er erfitt að sjá Þorgerði Katrínu taka að sér frekari trúnaðarstörf fyrir þjóðina.


mbl.is Engar niðurfellingar hjá Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mun gangsetning krónunnar takast?

Þetta lán Norðmanna er gott innlegg í undirbúning að endurræsingu krónunnar, en er síður en svo nægt eitt og sér. Mikið meira þarf til. Helst 1.000-1.500 milljarðar alls, ef það er nóg.

Íslensk stjórnvöld hafa hækkað stýrivexti, þannig að þeir eru nú jákvæðir, svo fjármagnseigendur sjá sér hag í að koma með gjaldeyri til landsins og kaupa krónur fyrir, en nú er málið að safna í nægjanlega digra sjóði, þannig að gengið falli ekki niður úr gólfinu þegar það verður gefið frjálst á ný.

Fyrirséð er að einhverjir aðilar, eins og þeir sem hafa átt jöklabréf en ekki  framlengt þau, munu selja sínar krónur strax við fyrsta hentugleika og verður að vera til gjaldeyrir til að greiða fyrir þær.

Auk þess, ef sjóðirnir eru ekki nægjanlega digrir, munu spákaupmenn sjá sér hag í að kaupa risastóra afleiðusamninga, gera árás á krónuna og fella gengi hennar til að innheimta hagnað.

Ef gangsetningin heppnast ekki, er ljóst að við munum búa við gjaldeyrishöft og stýrt gengi um einhverra missera skeið.

Í því felast svosem einhver tækifæri, eins og að þá væri hægt að lækka stýrivexti, en það versta væri að Seðlabanki Íslands myndi stýra því hverjir fengju að kaupa gjaldeyri og hverjir ekki. Þannig ættu fyrirtæki landsins ekki bara eiga við viðskiptaráðherra í gegnum FME um hvaða fyrirtæki standa og falla, heldur líka seðlabankastjóra og forsætisráðherra.

Þau embætti eru einfaldlega ekki nægjanlega þau réttu til að ákveða hvaða fyrirtæki standa og hvaða fyrirtæki falla. Það verður markaðurinn að fá að ákveða og það getur hann bara gert með frjálsu fjármagnsflæði.


mbl.is Norðmenn lána Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin vill innleiða þegar innleitt umhverfi

Það er hlálegt að heyra Samfylkinguna tala um finnsku aðferðina til að reyna að eigna sér alla nýsköpun og uppbyggingu sem verður nú í kjölfar hrunsins, þegar að allt það lagaumhverfi sem sett var um sprotafyrirtæki og nýsköpun í Finnlandi voru leidd í lög hér á Íslandi í tíð Valgerðar Sverrisdóttur og Jóns Sigurðssonar í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu, m.a. með stofnun nýsköpunarmiðstöðvar og stórauknum framlögum til þróunar og nýsköpunar.

Aukin nýsköpun bíður einfaldlega eftir að komast almennilega af stað. Að það verði pláss fyrir nýsköpun í hagkerfinu.

Það sem vantar er aðgengi að fjármagni og lægri stýrivextir. Þegar forsendur fyrir fyrirtækjarekstri verða góðar á ný munu grösin spretta.


mbl.is Hafna upptöku norskrar krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Léleg fréttamennska um fréttamiðla

Í mínum eyrum hljómar þetta eins og kennitöluflótti hjá 365.

Það lítur út fyrir að það sé verið að setja einn og hálfan milljarð inn í það sem verja á og setja restina af fyrirtækinu á hausinn.

Talsmenn stjórnar 365 hafa ekki verið spurðir að því hvort það sé tilfellið.

Það er léleg fréttamennska að ég sitji eftir með þennan grun óskýrðan.

-------------

Leiðrétting: Eyjan.is hefur tekið þennan pól, en rúv gerði það ekki og heldur ekki 365 sjálf.


mbl.is Löngu ákveðin hlutafjáraukning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband