Mun gangsetning krónunnar takast?

Þetta lán Norðmanna er gott innlegg í undirbúning að endurræsingu krónunnar, en er síður en svo nægt eitt og sér. Mikið meira þarf til. Helst 1.000-1.500 milljarðar alls, ef það er nóg.

Íslensk stjórnvöld hafa hækkað stýrivexti, þannig að þeir eru nú jákvæðir, svo fjármagnseigendur sjá sér hag í að koma með gjaldeyri til landsins og kaupa krónur fyrir, en nú er málið að safna í nægjanlega digra sjóði, þannig að gengið falli ekki niður úr gólfinu þegar það verður gefið frjálst á ný.

Fyrirséð er að einhverjir aðilar, eins og þeir sem hafa átt jöklabréf en ekki  framlengt þau, munu selja sínar krónur strax við fyrsta hentugleika og verður að vera til gjaldeyrir til að greiða fyrir þær.

Auk þess, ef sjóðirnir eru ekki nægjanlega digrir, munu spákaupmenn sjá sér hag í að kaupa risastóra afleiðusamninga, gera árás á krónuna og fella gengi hennar til að innheimta hagnað.

Ef gangsetningin heppnast ekki, er ljóst að við munum búa við gjaldeyrishöft og stýrt gengi um einhverra missera skeið.

Í því felast svosem einhver tækifæri, eins og að þá væri hægt að lækka stýrivexti, en það versta væri að Seðlabanki Íslands myndi stýra því hverjir fengju að kaupa gjaldeyri og hverjir ekki. Þannig ættu fyrirtæki landsins ekki bara eiga við viðskiptaráðherra í gegnum FME um hvaða fyrirtæki standa og falla, heldur líka seðlabankastjóra og forsætisráðherra.

Þau embætti eru einfaldlega ekki nægjanlega þau réttu til að ákveða hvaða fyrirtæki standa og hvaða fyrirtæki falla. Það verður markaðurinn að fá að ákveða og það getur hann bara gert með frjálsu fjármagnsflæði.


mbl.is Norðmenn lána Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

Ertu galinn Gestur, eins og þú skrifar oft gáfulega.

Það verður allsherjar flótti með allt skeinispappírs rusl yfir í verðmæti um leið og þeirri sturlaðu hugmynd að setja krónuna á flot verður hrint í framkvæmd.

Það eru bara galnir einstaklingar sem trúa að nokkurtímann verði hægt að gera verðmæti úr ísl krónu framar.

Jóhannes Snævar Haraldsson, 4.11.2008 kl. 18:08

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ég hef líklegast ekki skrifað nægjanlega skýrt. Ég sé ýmis tormerki á því að þetta takist, það kostar mikinn gjaldeyrisvaraforða og ef menn hafa ekki þeim mun sterkari forða um það ekki takast. Þá eru menn ekki að tala um neina smáaura

Gestur Guðjónsson, 4.11.2008 kl. 21:06

3 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

Ég sé efasemdina þegar ég les pistil þinn yfir aftur. sennilega var mér of mikið niðri fyrir í fyrsta lestri.

Maður er bara logandi hræddur yfir að þetta lið sé enn að stjórna skipinu.

Jóhannes Snævar Haraldsson, 4.11.2008 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband